Málsnúmer 201304017Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi KPMG, Guðmundur St. Jónsson, forseti sveitarstjórnar, Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Allir aðalmenn í sveitarstjórn og sviðstjórar voru boðaðir á fundinn undir þessum lið.
Sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs boðaði forföll.
Þorsteinn G. Þorsteinsson fór yfir helstu niðurstöður og forsendur ársreiknings 2012.
Eyrún vék af fundi kl. 09:45 til annarra starfa.
Jóhann vék af fundi kl. 10:00 til annarra starfa.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um kr. 1.734.000, áætlun með viðauka gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöður að upphæð kr. - 13.238.000.
Rekstrarniðurstaða samantekið A- og B- hluta var jákvæð um kr. 42.810.000 en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að upphæð kr. 51.754.000.
Handbært fé frá rekstri var kr. 236.709.000 fyrir A- og B- hluta en áætlun gerði ráð fyrir kr. 210.621.000.
Fjárfestingar fyrir A- og B- hluta voru kr. 155.561.000 og söluverð rekstrarfjármuna var kr. 84.056.000.
Veltufjárhlutfallið var 1,05.
Langtímaskuldir við lánastofnanir voru í árslok kr. 885.999.000 en í árslok 2011 voru þær kr. 1.021.162.000.
Ekkert lán var tekið á árinu 2012. Skuldahlutfall er 86,8% fyrir samantekið A- og B- hluta, þegar tekið hefur verið tillit til lífeyrisskuldbindinga sem eru til greiðslu eftir 2027.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal ársreikningur fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. apríl ár hvert.
Þorsteinn G., Guðmundur St., Þorsteinn og Eyrún viku af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Valdísi Guðbrandsdóttur að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atvæðum að Valdís Guðbrandsdóttir verði áfram fulltrúi Dalvíkurbyggðar í stjórninni.