Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt frá umsjónarmanni fasteigna, dagsett þann 10. apríl 2013, er varðar þær tillögur og hugmyndir að framkvæmdum á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu á árinu 2013.
a) Skilrúm vegna skrifstofu á félagsmálasviði og skipta um gólfefni, kr. 540.000.
b) Skipta um gólfefni á gangi félagsmálasviðs, kr. 275.000.
c) Loka hurðargati á milli eignarhluta Dalvíkurbyggðar og Einingar-Iðju, kr. 50.000.
d) Breytingar á skrifstofum umhverfis- og tæknisviðs á 2. hæð vegna breytingar á starfsemi og flutninga á vinnustöðvum, kr. 740.000.
e) Breytingar í þjónustuveri á 1. hæð; biðstofurými, kr. 568.000.
Alls kr. 2.173.000. Í fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir kr. 1.330.000 vegna viðhalds á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar. Því vantar kr. 843.000 til þess að fjármagna breytingar skv. ofangreindu. Óskað er eftir kr. 940.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013.