Byggðaráð

666. fundur 13. júní 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Hvatagreiðslur til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga og styrkveitingar til félaga samkvæmt samningum.

Málsnúmer 201303201Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 8:15 Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 47. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. maí 2013 samþykkti ráðið drög að reglum vegna hvatagreiðslna og á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 voru reglurnar samþykktar.

Byggðarráð hefur samþykkt að leggja til kr. 3.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna hvatagreiðslna samkvæmt ofangreindum reglum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi hvatagreiðslur sem og gildandi styrktarsamningar við 8 íþrótta- og tómstundafélög fyrir árin 2013-2015.

Til umræðu framkvæmdin á ofangeindu árið 2013 og næsta ár.

Hildur Ösp og Árni viku af fundi kl.08:50.

2.Frá umhverfis- og tæknisviði; kostnaðaráætlanir vegna framkvæmda við Ungó.

Málsnúmer 201306008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs kl. 9:00 Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna.

Á 665. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að óska eftir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við Ungó en á fjárhagsáætlun 2013 er gert ráð fyrir kr. 13.500.000 + kr. 3.000.000 viðauka, árið 2014 kr. 13.000.000 og árið 2015 kr. 12.000.000, eða alls kr. 41.500.000.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi:
kostnaðaráætlun frá október 2012 vegna endurbóta á Ungó og millibyggingu þar með talið nýtt þak, einangrun, múrhúðun, málun utanhúss, endurnýjun glugga, endurnýja svalir á millibyggingu; alls kr. 51.115.800 og þar af kr. 11.866.800 vegna Sigtúns.

Kostnaðaráætlanir vegna endurnýjunar á þaki og rafmagni sem eru verkþættir ársins 2013.

Raunteikningar af Ungó og Sigtúni.

Til umræðu ofangreindar kostnaðaráætlanir og framkvæmdir við húsin.

Ingvar vék af fundi kl.09:35.

3.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna leiktækja við Árskógarskóla.

Málsnúmer 201306011Vakta málsnúmer

Á 665. fundi byggðarráðs þann 6. júní s.l. var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, sviðstjóra umhverfis- og tæknisvið og garðyrkjustjóra, bréf dagsett þann 4. júní 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr. 3.000.000 vegna flutnings og niðursetningar leiktækja.

Fram kemur m.a. að reiknað hafði verið með að hægt væri að flytja þau leiktæki sem voru sunnan skólans (stór leiktæki) og nýta undirlag fyrir þau. Heilbrigðiseftirlitið kom á staðinn og benti á að núverandi undirlag og bil milli leiktækja er á undanþágu og því megi ekki færa það til enda fengist svæðið ekki vottað.

Byggðarráð bókaði að það telur mikilvægt að þessi mál verða kláruð en óskaði eftir að fá nákvæma kostnaðaráætlun ásamt athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins.

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 9:40 Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi:
Afrit af bréfi Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, dagsett þann 1. febrúar 2012, varðandi reglubundið eftirlit í Árskógarskóla.
Minnisblað frá skólastjóra Árskógarskóla, sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs og garðyrkjustjóra, dagsett þan 12. júní 2013, er inniheldur umbeðna kostnaðaráætlun. Meðfylgjandi minnisblaðinu eru ábendingar frá Heilbrigðiseftirlitinu, bréf dagsett þann 10. júní 2013, og upplýsingar frá Gúmm+ivinnslunni hf. varðandi lagningu á öryggishellum.

Til umræðu ofangreint erindi og upplýsingar.

Hildur Ösp og Gunnþór viku af fundi kl.10:15.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum  að leggja til viðauka við fjárhagsáætlun  að upphæð kr. 3.000.000 samkvæmt ofangreindu erindi.

4.Fjárhagsáætlun 2013; tillaga að viðauka til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 201306009Vakta málsnúmer

Á 665. fundi byggðarráðs voru samþykktir viðaukar við fjárhagsáætlun 2013 og samþykkti byggðarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2013 í fjárhagsáætlunarlíkani og að tillaga að viðauka verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2013.

Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum tillögu að ofangreindum viðauka með eftirfarandi breytingum:
  • Ekki verði gerð breyting á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga frá gildandi áætlun og að tekin verði ákvörðun um fastar forsendur við útreikninga á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga við gerð fjárhagsáætlana.
  • Bætt verði við kr. 3.000.000 samkvæmt ákvörðun byggðarráðs í 3. lið.
  • Bætt verði við kr. 70.000 við fjárfestingar vegna Ungó sbr. það sem fram kom í 2.lið hér að ofan.

5.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; tillaga að fjárhagsramma.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs var lögð fram tillaga að fjárhagsramma 2014 vegna vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2014-2017.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að  fjárhagsramma 2014 eins og hann liggur fyrir með þeirri breytingu að gerð verði krafa um hagræðingu um 2% í stað 1% þar sem verðbólga er áætluð 4%.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bætt verði kr. 3.000.000 við ramma málaflokks 06 vegna hvatagreiðsla og þá verði kr. 6.000.000 í þann lið árið 2014 (bundinn liður).Einnig að lífeyrisskuldbinding verði  áætluð í samræmi við ákvörðun um viðauka 2013.

6.Reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Málsnúmer 201305047Vakta málsnúmer

Á 665. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Á 663. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð að taka reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbygðar til endurskoðunar.

Rætt á fundinum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglurnar með hugmynd að breytingu. Afgreiðslu var frestað.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að breytingum á reglunum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um breytingu á ofangreindum reglum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Námsferð til Skotlands 3.-5. september n.k.

Málsnúmer 201306023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. júní 2013, er varðar námsferð til Skotlands 3. - 5. september n.k.

Ferðin er opin fyrir alla sveitarstjórnarmenn en við skipulagningu eru sérstaklega hafðir í huga framkvæmdastjórar sveitarfélaga og stjórnendur á fjármála- og stjórnsýslusviðum þeirra. Áhugasamir þurfa að tilkynna þátttöku eigi síðan en 30. júní n.k.
Lagt fram.

8.Vefmyndavél á heimasíðu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201306025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf, dagsett þann 11. júní 2013, frá Júlíusi Garðari Júlíussyni, þar sem fram kemur að vefmyndavélin okkar hefur legið niðri meira eða minna í einhvern tíma. Fram kemur að Júlíus fær reglulega fyrirspurnir um vélina og er hans mat að við þurfum heldur betur að spýta í lófana með þetta verkefni og sýna alvöru metnað.

Þar sem upplýsingafulltrúi og tölvuumsjónarmaður höfðu ekki tök á að mæta á fundinn undir þessum lið vegna annarra starfa þá lagði sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fram minnisblað frá þeim um málefni vefmyndavélar á Ráðhúsi Dalvíkur. Meðal annars kemur fram að brugðist hefur verið við öllum þeim ábendingum sem tölvuumsjónarmanni og starfsmönnum Skrifstofu Dalvikurbyggðar hafa borist varðandi vefmyndavélina og reynt að finna viðvarandi lausnir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa og tölvuumsjónarmanni að skoða málið áfram í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

9.Bakkavarnir vegna skriðufalla.

Málsnúmer 201306027Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs kom inn á Nykurinn fór að bylta sér þannig að flæða fór úr Grundarlæknum og fékk hann ábendingu frá lögregluvarðstjóra í Dalvíkurbyggð um þetta og því er málið tekið upp í byggðarráði.

Ofangreint rætt á fundinum.

Valdís Guðbrandsdóttir fór af fundinum undir þessum lið kl. 11:38.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá sviðstjóra  umhverfis- og tæknisviðs.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs