Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 8:15 Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Á 47. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. maí 2013 samþykkti ráðið drög að reglum vegna hvatagreiðslna og á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 voru reglurnar samþykktar.
Byggðarráð hefur samþykkt að leggja til kr. 3.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna hvatagreiðslna samkvæmt ofangreindum reglum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi hvatagreiðslur sem og gildandi styrktarsamningar við 8 íþrótta- og tómstundafélög fyrir árin 2013-2015.
Til umræðu framkvæmdin á ofangeindu árið 2013 og næsta ár.
Hildur Ösp og Árni viku af fundi kl.08:50.