Íþrótta- og æskulýðsráð

47. fundur 07. maí 2013 kl. 14:00 - 18:00 í Árskógarskóla
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Árni Jónsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 201304008Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ályktunina frá ráðstefnunni "Ungt fólk og lýðræði". Ráðið vill benda á að nýverið var samþykkt hjá Dalvíkurbyggð að staðsetja ungmennaráð til jafns við önnur ráð og nefndir í skipuriti sveitarfélagsins. Fundagerðir ungmennaráðs fara því til umfjöllunar í sveitarstjórn. Jafnframt var ákveðið að aðalmenn í ungmennaráði fengju greitt fyrir setu í ráðinu.

2.Skólahreysti 2013-umsókn um styrk

Málsnúmer 201304084Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi styrkumsókn frá Icefitness ehf. vegna skólahreystis en kostnaðaráætlun vegna verkefnis er um 26.000.000 kr.Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókn en óskar Icefitness ehf. góðs gengis með þetta mikilvæga verkefni.

3.Samningur um gamla íþróttahúsið við Golfklúbbinn Hamar

Málsnúmer 201203013Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir viðhaldsframkvæmdir golfklúbbsins Hamars á félagsaðstöðu og aðkomu í aðstöðu Víkurrastar. Farið var yfir kostnað við framkvæmdina sem var 4.078.203 kr.

4.Landsmót UMFÍ 50 2015. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201302028Vakta málsnúmer

Á 45 fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað. Sveitarstjórn óskaði eftir því að ráðið myndi endurskoða ákvörðun sína. Frekari umræður áttu sér stað en ónákvæmni gætti í síðustu bókun þar sem sveitarfélög eru ekki umsóknaraðili heldur héraðssambönd. Því óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að stjórn UMSE taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu hvort það sé tímabært að sækja um að nýju vegna Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015 enda UMSE formlegur umsóknaraðili. Fyrir fundin liggur svar frá stjórn UMSE frá stjórnarfundi 2. maí 2012.

 

Eftirfarandi var bókað á fundi stjórnar UMSE í gær, sem viðbrögð við bókun Íþrótta- og æskulýðsráðs 4. 201302028:

"Stjórn UMSE hyggst ekki sækja um að svo stöddu að halda Landsmót UMFÍ 50+".

 

Í ljósi svars stjórnar UMSE telur íþrótta- og æskulýðsráð ekki ástæða til frekari umfjöllunar.

5.Hvatagreiðslur til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201303201Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu drög að reglum vegna hvatagreiðslna. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drög að reglum og vísar þeim til afgreiðslu sveitastjórnar.

6.Önnur mál

Málsnúmer 201110108Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vill koma á framfæri þakklæti til Samherja fyrir veglegan styrk til íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Styrkurinn skilar sér meðal annars í niðurgreiðslu á æfingargjöldum sem kemur sér vel fyrir fjölskyldur í sveitarfélaginu.

7.Vorfundur 2013

Málsnúmer 201304045Vakta málsnúmer

a) Fjölmenning - málþingÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti efni málþings sem halda á fyrir foreldra barna og unglinga af erlendum uppruna. Málþingið fer fram föstudaginn 10. maí og eru félög og deildir hvattar til að mæta og kynna starfsemi sína. b) HvatagreiðslurSviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynnti drög að reglum um hvatagreiðslur fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. c) VelferðarsjóðurSviðsstjóri fræðslu- og menningarmála og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu hugmyndir að velferðarsjóði ungmenna. Nokkrar umræður voru um kosti og galla sjóðsins. Drög að reglum verður lagfærðar með tilliti til athugasemda.

8.Ársreikningur Blakfélagsins Rima 2012

Málsnúmer 201304002Vakta málsnúmer

Jónína Gunnlaugsdóttir gjaldkeri blakfélagsins kynnti árskýrslu og ársreikning blakfélagsins. Í félaginu eru um 40 félagsmenn. Öldundamótið í blaki var stærsta verkefni blakfélagsins á árinu 2012. Tekjur af öldungamótinu eru meðal annars notaðar í kaup á boltum, grindum, stigatöflum og til skoðunar er að kaupa dómarastól og blakstól.

9.Ársskýrsla og ársreikningur 2012

Málsnúmer 201304098Vakta málsnúmer

Guðrún Erna Rúdólfsdóttir formaður hestamannafélagsins kynnti ársskýrslu félagsins. Helstu verkefni ársins 2012 var að fagna afmæli félagsins. Hringur vinnur að því að safna sjóði til að laga félagsaðstöðu.

10.Ársskýrsla og ársreikningur 2012

Málsnúmer 201304097Vakta málsnúmer

Helena Frímansdóttir stjórnarmaður UMF Reynis kynnti ársskýrslu. Á árinu 2012 voru 25 börn virkir þátttakendur í starfsemi félagsins. Sumarnámskeiðin gengu vel og var góð þátttaka í þeim.Félagið sér um akstur barna á æfingar.

11.Ársskýrsla og ársreikningur Þorsteinn Svörfuður 2012

Málsnúmer 201304099Vakta málsnúmer

Jón Haraldur Sölvason formaður UMF Þorsteins Svörfuðar kynnti ársskýrslu. Verkefnin voru nokkur svo sem þátttaka í Kjarnafæðisdeildinni o.fl.

12.Ársreikningur og ársskýrsla Skíðafélags Dalvíkur 2012

Málsnúmer 201304100Vakta málsnúmer

Birkir Bragason formaður Skíðafélags Dalvíkur kynnti ársskýrslu fyrir árið 2012. Mikil vinna var hjá stjórn skíðafélagsins á árinu 2012 vegna fjárhagsstöðu. Jafnframt var mikil vinna á stjórn í lok ársins vegna mikillar ofankomu. Iðkendur á árinu 2012 voru 113 og eignaðist skíðafélag Íslandsmeistara í karlaflokki. Í félaginu eru margar nefndir starfandi og gengur starfsemin almennt vel.

13.Ársskýrsla og ársreikningur Hamars 2012

Málsnúmer 201304101Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason formaður golfklúbbsins Hamars kynnti ársskýrslu. Stærsta verkefni golfklúbbsins á árinu 2012 voru framkvæmdir á inngangi, salernum og félagsaðstöðu í Víkurröst. Mikil vinna var í golfvellinum og var fengin til sérfræðingur frá Akureyri til að aðstoða við uppbyggingu á flötum. Starfsemi félagsins gengur vel.

14.Ársskýrsla og ársreikningur UMF Svarfdæla 2012

Málsnúmer 201304102Vakta málsnúmer

Kristján Ólafsson formaður UMF Svarfdæla fór yfir ársskýrslu 2012. Félagið stendur vel og verkefnin voru fjölmörg.Fimleikadeild hefur verið í miklum fjáröflunum vegna áhaldakaupa. Þar fjölgar stöðugt í hópi iðkenda. Jafnframt bættust við þjálfarar á haustmánuðum. UMFS hefur verulegar áhyggjur af snjóþungum vetri. Ný heimasíða var opnuð á árinu 2012. Stefán Garðar Níelsson formaður Dalvík/Reyni kynnti helstu verkefni félagsins á árinu 2012. Þar ber hæst mikill ferðakostnaður, völlur sem er dýr í rekstri og aðstöðuleysi yfir vetrartímann. Eyrún Rafnsdóttir stjórnarmaður í barna- og unglingaráði fór yfir árið 2012. Iðkendur eru um 140 og gekk starfið almennt vel. Félagið hefur áhyggjur af aðstöðuleysi til æfinga. Félagið tók þátt í mörgum mótum á árinu. Magnús Á Magnússon stjórnarmaður hjá deild frjálsra íþrótta fór yfir erfiða stöðu deildarinnar á árinu 2012. Skráð börn á árinu 2012 voru 35 en þar sem þjálfari hætti á vorönninni og ekki fékkst nýr þjálfari fyrr en seint á árinu hefur orðið nokkuð brottfall og erfiðlega hefur gengið að ná þeim inn aftur.    

15.Ársreikningur og ársskýrsla Ránar 2012

Málsnúmer 201302064Vakta málsnúmer

Elín Björk Unnarsdóttir formaður sundfélagsins Ránar fór yfir ársskýrslu. Fjöldi barna á árinu 2012 voru 30. Félagið leggur áherslu á að halda kostnað í algjöru lágmarki. Starfsemin gengur vel.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Árni Jónsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi