Landsmót UMFÍ 50+ 2015. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201302028

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 44. fundur - 05.03.2013

Rætt var um kosti og galla þess að halda Landsmót 50+ árið 2015. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að sækja ekki um að þessi sinni.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Á 44 fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað. ”Rætt var um kosti og galla þess að halda Landsmót 50+ árið 2015.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að sækja ekki um að þessi sinni.“ Sveitarstjórn óskaði eftir því að ráðið myndi endurskoða ákvörðun sína. Frekari umræður áttu sér stað en ónákvæmni gætti í síðustu bókun þar sem sveitarfélög eru ekki umsóknaraðili heldur héraðssambönd.  Því óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að stjórn UMSE taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu hvort það sé tímabært að sækja um að nýju vegna Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015 enda UMSE formlegur umsóknaraðili.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 47. fundur - 07.05.2013

Á 45 fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað. Sveitarstjórn óskaði eftir því að ráðið myndi endurskoða ákvörðun sína. Frekari umræður áttu sér stað en ónákvæmni gætti í síðustu bókun þar sem sveitarfélög eru ekki umsóknaraðili heldur héraðssambönd. Því óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að stjórn UMSE taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu hvort það sé tímabært að sækja um að nýju vegna Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015 enda UMSE formlegur umsóknaraðili. Fyrir fundin liggur svar frá stjórn UMSE frá stjórnarfundi 2. maí 2012.

 

Eftirfarandi var bókað á fundi stjórnar UMSE í gær, sem viðbrögð við bókun Íþrótta- og æskulýðsráðs 4. 201302028:

"Stjórn UMSE hyggst ekki sækja um að svo stöddu að halda Landsmót UMFÍ 50+".

 

Í ljósi svars stjórnar UMSE telur íþrótta- og æskulýðsráð ekki ástæða til frekari umfjöllunar.