Íþrótta- og æskulýðsráð

44. fundur 05. mars 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Magni Þór Óskarsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.28. Landsmót UMFÍ 2017 og 29. Landsmót UMFÍ 2021

Málsnúmer 201302030Vakta málsnúmer

Þar sem áætlun um uppbyggingu á íþróttasvæði Dalvíkurbyggðar liggur ekki fyrir né fjármagn til þess sér íþrótta- og æskulýðsráð sér ekki fært að sækja um að halda mótið og því ekki tímabært að sækja um að halda Landsmót UMFÍ.

2.Landsmót UMFÍ 50+ 2015. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201302028Vakta málsnúmer

Rætt var um kosti og galla þess að halda Landsmót 50+ árið 2015. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að sækja ekki um að þessi sinni.

3.Unglingalandsmót UMFÍ 2016 - Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201302029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vilji íþrótta- og æskulýðsráðs að halda unglingalandsmót á næstu árum. Til að til framkvæmdar á unglingalandsmóti geti komið þarf að ráðast í endurbætur á íþróttasvæðinu en engin ákvörðun um slíkt hefur verið tekin á þessum tímapunkti og sér íþrótta- og æskulýðsráð sér því ekki fært að sækja um að þessu sinni.

4.Velferðarsjóður ungmenna

Málsnúmer 201212043Vakta málsnúmer

Umræður en afgreiðslu frestað.

5.Sameiginlegt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Málsnúmer 201212032Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um stöðu innleiðingar á sameiginlegu skráningarkerfi.Jafnframt var lítillega skoðuð íþrótta- og tómstundaþátttaka barna og unglinga og á næsta fundi ráðsins verða niðurstöðurnar rýndar betur.

6.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201301064Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um gerð lýðheilsustefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Starfshópurinn samanstendur af Árna Jónssyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, Heiðu Hringsdóttur varamanni í sveitarstjórn og Jóni Inga Sveinssyni fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði. Starfshópurinn mun  kalla aðra einstaklinga á fundi sína en jafnframt mun hópurinn standa fyrir málþingi um lýðheilsumál sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili stöðuskýrslu fyrir 1. júní nk. en drög að stefnunni verði tilbúin fyrir umfjöllun fagráðanna 1. september 2013. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

7.Ungmennaráð- erindisbréf

Málsnúmer 201302117Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar. Helstu breytingar eru að Ungmennaráð hefur svipaða stöðu og önnur fagráð sveitarfélagsins og fundargerðir þess fara til umfjöllunar eða afgreiðslu í sveitarstjórn. Jafnframt verður greitt fyrir fundarsetu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Þjónustuhús tjaldsvæðis-vallarhús

Málsnúmer 201302019Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um stöðu mála við hönnum tjaldsvæðis- og vallarhúss en Árni og Kristján Hjartarson heimsóttu Grindavíkurbæ og skoðuðu tjaldsvæðisaðstöðuna. Það lítur út fyrir að fjármagnið sem ætlað er í verkið á þessu ári dugi ekki fyrir húsi að þeirri gerð sem vonir eru um og því þarf að skoða alla kosti  eins og t.d.að áfangaskipta framkvæmdinni. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hann boði til fundar með sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, garðyrkjustjóra, Kristjáni Hjartarsyni formanni byggðaráðs og Jóni Inga Sveinssyni fulltrúa íþrótta- og æskulýðsráðs.

9.Erindisbréf vegna framtíðarreksturs Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 201302115Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi erindisbréf  vegna starfshóps um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla.Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Dagbjörtu Sigurpálsdóttur í starfshópinn. Íþrótta- og æskulýðsráð staðfestir erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Magni Þór Óskarsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi