Ungmennaráð- erindisbréf

Málsnúmer 201302117

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 44. fundur - 05.03.2013

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar. Helstu breytingar eru að Ungmennaráð hefur svipaða stöðu og önnur fagráð sveitarfélagsins og fundargerðir þess fara til umfjöllunar eða afgreiðslu í sveitarstjórn. Jafnframt verður greitt fyrir fundarsetu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti vinnu við endurskipulagningu á hlutverki ungmennaráðs og hlutverki þess í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar.