Frá fræðslu- og menningarsviði & fjármála- og stjórnsýslusviði; Sameiginlegt skráningarkerfi fyrir tómstundir; minnisblað.

Málsnúmer 201212032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 651. fundur - 20.12.2012

Undir þessum lið komu á fundinn Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 14. desember 2012, um undirbúning og innleiðingu á sameiginlegu skráningarkerfi og hvatapeningakerfi fyrir frístundir barna og unglinga í Dalvíkurbyggð.

Óskað er eftir að bæjarráð taki formlega ákvörðun um hvort vinna eigi áfram að innleiðingu og mun þá kostnðaráætlun verða lögð fram í framhaldinu.

Árni vék af fundi.
Bæjarráð felur sviðunum að vinna áfram að þessu verkefni í samræmi við umræður á fundinum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 42. fundur - 03.01.2013

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um stöðu mála á innleiðingu á sameiginlegu skráningarkerfi fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf en bæjarráð hefur heimilað að innleiðing sé undirbúin. Framundan er kynning á mismunandi kerfum fyrir starfsmenn á íþrótta- og æskulýðssviði og fjármála- og stjórnsýslusviði. Ákvörðun verður svo tekin í framhaldinu um hvort skynsamlegt sé að taka upp skráningarkerfi og þá hvaða kerfi verði fyrir valinu. Í framhaldi af því verður haldinn kynningarfundur með fulltrúum íþrótta- og æskulýðsfélaga í Dalvíkurbyggð þar sem metnir verða kostir og gallar á skráningarkerfi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 43. fundur - 05.02.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir kynningarfundi með Stefnu og Dynax vegna skráningarkerfa fyrir tómstundir í Dalvíkurbyggð. Jafnframt fór íþrótta- og æskulýðsfulltrúi yfir næstu skref. Íþrótta- og æskulýðsráð felur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála halda áfram með úrvinnslu málsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 44. fundur - 05.03.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi upplýsti um stöðu innleiðingar á sameiginlegu skráningarkerfi.Jafnframt var lítillega skoðuð íþrótta- og tómstundaþátttaka barna og unglinga og á næsta fundi ráðsins verða niðurstöðurnar rýndar betur.

Byggðaráð - 659. fundur - 21.03.2013

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. mars 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna kaupa og innleiðingar á sameiginlegu skráningarkerfi og hvatapeningakerfi fyrir frístundir barna og unglinga í Dalvíkurbyggð.

Óskað er eftir samtals viðauka að upphæð kr. 3.981.000 vegna deildar 06-02; skrifstofa íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna kaupa og innleiðingar á NORI skráningarkerfi, vegna kaupa og innleiðingar á Frístund frá Maritech vegna tengingar við NAV og vegna hvatapeningakerfis, þ.e. bein niðurgreiðslu á þátttökugjöldum barna og unglinga umfram þær óbeinu niðurgreiðslur til barna- og unglingastarfs samkvæmt styrktarsamningum við íþróttafélögin.










Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni hvað varðar viðauka við fjárhagsáætlun 2013 en hvað varðar árið 2014 og ákvörðun um hvatapeninga þá verður tekin sérstaklega ákvörðun um það við gerð fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar og umsjónarmaður ÆskuRæktar mætti á fundinn og fór yfir stöðuna á því hvernig innleiðingu á verkefninu miðar. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Viktori fyrir kynninguna.