Íþrótta- og æskulýðsráð

51. fundur 03. desember 2013 kl. 08:15 - 11:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson boðaði forföll og kom Magni Þór Óskarsson í hans stað. Kristinn Ingi Valsson boðaði forföll en ekki kom varamaður í hans stað.
.

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2013

Málsnúmer 201311192Vakta málsnúmer

  1. Kosning íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fór fram með fulltrúum deilda og íþrótta- og æskulýðsráðs.
  2. Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2013. Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 2. janúar eða föstudaginn 3. janúar 2014, nánar auglýst síðar.
  3. Rætt var um veitingu heiðursviðurkenningar.
  4. Fyrir fundinum lá bréf frá Heiðari Davíð Bragasyni golfþjálfara um aldursmörk á tilnefningum í kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Íþrótta og æskulýðsráð tekur undir að það þurfi að endurskoða reglur um aldur. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að gera tillögu að breyttum reglum og vera tilbúinn með nýjar reglur á næsta fundi ráðsins.

2.Sameiginlegt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Málsnúmer 201212032Vakta málsnúmer

Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar og umsjónarmaður ÆskuRæktar mætti á fundinn og fór yfir stöðuna á því hvernig innleiðingu á verkefninu miðar. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Viktori fyrir kynninguna.

3.Afreks- og styrktarsjóður 2013

Málsnúmer 201311292Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins í byrjun janúar næstkomandi.a) Viktor Hugi Júlíusson.Íþrótta- og æskulýðsráð verður ekki við styrkumsókninni að sinni.b) Snædís Ósk AðalsteinsdóttirÍþrótta- og æskulýðsráð verður ekki við styrkumsókninni að sinni.c) Skúli Lórenz Tryggvason Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Skúla um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80. d) Ólöf María Einarsdóttir.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80. e) Arnór Snær Guðmundsson.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.f) Arnór Reyr Rúnarsson.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Rey um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.g) Axel Reyr Rúnarsson -Íþrótta- og æskulýðsráð styrkir einungis vegna ársins 2013 og verður því ekki við þessari umsókn að sinni.h) Bríet Brá BjarnadóttirÍþrótta- og æskulýðsráð styrkir einungis vegna ársins 2013 og verður því ekki við þessari umsókn að sinni.i) Birta Dís Jónsdóttir.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Birtu Dís um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.j) Anna Kristín Friðriksdóttir.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Önnu Kristínu um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.k) Júlíana Björk Gunnarsdóttir.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Júlíönu Björk um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.l) Júlía Ýr Þorvaldsdóttir.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Júlía Ýr um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.Jafnframt var ákveðið að veita viðurkenningar til félaga sem verður sérstaklega kynnt við lýsingu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.

4.Upplýsingar um um fjárhagsstöðu Golfklúbbsins Hamars

Málsnúmer 201311174Vakta málsnúmer

Erindi Golfklúbbsins Hamars til byggðarráðs um fjárhagsstöðu klúbbsins var kynnt.

5.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2014

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

Endurskoðuð gjaldskrá var lögð fyrir fundinn þar sem hækkanir á þjónustugjöldum munu ekki koma til framkvæmdar. Vegna bókunar frá 678. fundi byggðarráðs um afslátt til starfsmanna Dalvíkurbyggðar vegna árskorta í  Íþróttamiðstöð Dalvíkur tekur íþrótta- og æskulýðsráð þá ákvörðun að fresta gildistöku afsláttar og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útfæra málið betur.

6.Flutningur vinnuskóla af umhverfis- og skipulagssviði á íþrótta- og æskulýðssvið.

Málsnúmer 201311191Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu ákvörðun sveitarstjórnar um flutning vinnuskóla á fræðslu- og menningarsvið.

7.Hvatagreiðslur til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201303201Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggja til að hvatagreiðslur verði óbreyttar fram til 31. maí 2014. Íþrótta- og æskuýðsráð samþykkir tillöguna.

8.Samningar við íþróttafélög 2013-2015

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer

Farið var yfir hver staðan á samningi við Skíðafélag Dalvíkur er en samningurinn gerir ráð fyrir að framlag sveitarfélagsins vegna viðhalds á árinu 2014 verði 2.000.000 kr. með fyrirvara um fjárveitingu frá sveitarstjórn en byggðaráð samþykkti við fjárhagsáætlanagerð 2014 að leggja 700.000 kr. í viðhald. Íþrótta- og æskulýðsráð þykir, í ljósi góðrar vinnu við uppbyggingu Skíðafélags Dalvíkur á árinu 2013, miður að ekki hafi verið hægt að uppfylla samninginn. 

9.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Málsnúmer 201311294Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af starfi í síðasta lagi 28. febrúar 2014. Starfið hefur þegar verið auglýst og stefnt er að því að ganga frá ráðningu fyrir áramót.Sviðsstjóri fór yfir ýmis atriði í sambandi við ráðningaferlið s.s. tímaramma og hæfniskröfur. Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra að ganga frá ráðningu.

10.Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir framkvæmdir á tjaldsvæðinu og hugmyndir sveitarstjórnar um útboð. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir rökum byggðaráðs vegna þessa en ráðið telur ekki tímabært að bjóða rekstur út og leggur því til að ákvörðun um slíkt verði frestað um 2 ár nema að ný rök komi fram.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi