Frá Golfklúbbnum Hamar; Upplýsingar um fjárhagsstöðu Golfklúbbsins Hamars og beiðni um fjárhagsaðstoð.

Málsnúmer 201311174

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 682. fundur - 14.11.2013

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, bréf dagsett þann 7. nóvember 2013, þar sem upplýst er um fjárhagsaðstöðu félagsins og óskað eftir viðbótarstyrk vegna tekjumissis og viðhalds sem rekja má til náttúruhamfara á Norðurlandi.

Fram kemur að ef gólfklúbburinn fer í lagfæringar á bakkavörnum er um það bil 4 m.kr. kostnaður ófjármagnaður hjá félaginu.

Byggðarráð bendir á að erindið er seint fram komið og nánari upplýsingar vanti með erindinu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar hvað varðar bakkavarnir.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Erindi Golfklúbbsins Hamars til byggðarráðs um fjárhagsstöðu klúbbsins var kynnt.

Umhverfisráð - 246. fundur - 11.12.2013

Beiðni frá golfklúbbnum Hamri um fjárhagsaðstoð vegna bakkavarna.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að aðstoða golfklúbbinn og kanna möguleika á fjármögnun og framkvæmd á bakkavörnum. Ráðið leggur áherslu á að ekki hafa verið lagðir fjármunir til bakkavarna á fjárhagsáætlun 2014.