Umhverfisráð

246. fundur 11. desember 2013 kl. 16:15 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Bifreiðastöður við Grundargötu

Málsnúmer 201311161Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að bifreiðastöður verði bannaðar að norðan við Grundargötu.
Undir þessum lið mætti Felix Jósafatsson Varðsstjóri.Hugmyndir um stofnun bílastæðasjóðs samkvæmt umferðalögum 108 gr verði tekið til frekari skoðunar.Umhverfisráð leggur til að bifreiðastöður verði bannaðar frá Grundargötu 15 að gatnamótum Grundargötu/Hafnarbraut ( að norðan). Einnig er lagt til að bifreiðastöður verði bannaðar við Hafnarbraut  frá sömu gatnamótum norður að lóðarmörkum hafnarbrautar 25 að sunnan. Frá gatnamótum Grundargötu og Skíðabraut/Hafnarbraut að vestan að lóðarmörkum Skíðabrautar 2 að norðan. Umhverfisráð felur sviðsstjóraað fylgja málinu eftir. Umhverfisráð þakkar Varðsstjóra góða kynningu.

2.Gæðastjórnunarkerfi byggingafulltrúa

Málsnúmer 201311058Vakta málsnúmer

Til kynningar
Fundarmenn hafa kynnt sér málið og fela sviðsstjóra að halda ráðinu upplýstu um framvindu mála.

3.Sjóvarnir við hesthús við Aðalgötu á Hauganesi

Málsnúmer 201311218Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að sjóvörnum á Hauganesi.
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og frestar erindinu þar til lóðarmörk eru frágengin á svæðinu.

4.Ósk um malartekju úr áreyrum Svarfaðardalsár

Málsnúmer 201311219Vakta málsnúmer

Friðrik Þórarinsson óskar eftir leyfi til malartöku í landi Grundar 2-3.000 m3.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

5.Fyrirhuguð breyting á 2000 tonna sjókvíaeldi Krossaness ehf., í Eyjafirði, úr þorski í lax, - beiðni um umsögn

Málsnúmer 201311236Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Það sem frestur til umsagnar var liðin hefur sviðsstjóri sent umsögn og gerir umhverfísráð ekki athugasemdir við erindið.

6.Lokadrög að samþykkt um Svæðisskipulag nóv. 2013

Málsnúmer 201311261Vakta málsnúmer

Til yfirferðar og samþykktar lokadrög að svæðisskipulagi 2012-2024
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar.

7.Gjaldskrá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201306013Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi kynnti fyrir ráðinu breytingar á gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Umhverfisráð samþykkir þær breytingar sem lagðar hafa verið fram á gjaldskrá byggingarfulltrúa.

8.Til umsagnar: Umsókn Athugenda ehf um skeldýrarækt í Eyjafirði

Málsnúmer 201312007Vakta málsnúmer

Umsókn Athugenda ehf um skeldýrarækt í Eyjafirði.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina, en vill þó benda á að mikilvægt er að gengið sé frá ræktarsvæðum eftir notkun.

9.Upplýsingar um um fjárhagsstöðu Golfklúbbsins Hamars og ósk um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201311174Vakta málsnúmer

Beiðni frá golfklúbbnum Hamri um fjárhagsaðstoð vegna bakkavarna.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að aðstoða golfklúbbinn og kanna möguleika á fjármögnun og framkvæmd á bakkavörnum. Ráðið leggur áherslu á að ekki hafa verið lagðir fjármunir til bakkavarna á fjárhagsáætlun 2014.

10.Útboð á snjómokstri í Dalvíkurbyggð 2014-2016

Málsnúmer 201310054Vakta málsnúmer

Til kynningar opnun tilboða í snjómokstur 2014-2016
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna frekar úr tilboðunum samkvæmt umræðum á fundinum. Þar sem tilboð einstakra aðila þóttu óeðlilega lík veltir ráðið fyrir sér hvort um samráð hafi verið að ræða. Sviðsstjóra er falið að leita ráða hjá Samkeppnisstofnun.
Undir þessum lið vék Björgvin Hjörleifsson af fundi

11.Til umsagnar: meðhöndlun úrgangs 215. mál

Málsnúmer 201312050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við kynntar breytingar.

12.Nýtt starf umhverfisfulltrúa/-stjóra á umhverfis- og tæknisviði.

Málsnúmer 201310044Vakta málsnúmer

Valur Þór Hilmarsson verðandi umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar mætir á fundinn.
Umhverfisráð býður Val Þór velkomin til starfa.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs