Byggðaráð

682. fundur 14. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá innanríkisráðuneytinu; Fjármál sveitarfélaga.

Málsnúmer 201310127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, bréf dagsett þann 23. október 2013. Efni bréfsins er tvíþætt, annars vegar að greina frekar frá fjárhagslegum viðmiðum EFS sem nefndin hefur til hliðsjónar vegna yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar að óska eftir upplýsingum frá öllum sveitarstjórnum með hvaða ætti þær hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.

Óskað er eftir svörum eigi síðar en 1. desember n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga v. 2012.

Málsnúmer 201311197Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 11. nóvember 2013, þar sem tilkynnt er að innanríkisráðuneytið hefur birt á heimasíðu sinni skýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.


Lagt fram.

3.Frá Einingu-Iðju; Ósk um upplýsingar um hækkun gjaldskráa.

Málsnúmer 201311190Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Einingu-Iðju, bréf dagsett þann 8. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu hvort áætlað sé í fjárhagsáætlun að hækka gjaldskrár þess fyrir árið 2014. Ef gjaldskrárhækkanir eru á döfinni þá er óskað eftir upplýsingum um hvaða gjaldaliðir hækka og hversu mikið, bæði í krónum og prósentum.




Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.

4.Frá Golfklúbbnum Hamar; Upplýsingar um fjárhagsstöðu Golfklúbbsins Hamars og beiðni um fjárhagsaðstoð.

Málsnúmer 201311174Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, bréf dagsett þann 7. nóvember 2013, þar sem upplýst er um fjárhagsaðstöðu félagsins og óskað eftir viðbótarstyrk vegna tekjumissis og viðhalds sem rekja má til náttúruhamfara á Norðurlandi.

Fram kemur að ef gólfklúbburinn fer í lagfæringar á bakkavörnum er um það bil 4 m.kr. kostnaður ófjármagnaður hjá félaginu.

Byggðarráð bendir á að erindið er seint fram komið og nánari upplýsingar vanti með erindinu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar hvað varðar bakkavarnir.

5.Frá Varasjóði húsnæðismála; Niðurstaða könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012.

Málsnúmer 201311160Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Varasjóði húsnæðismála, dagsettur þann 7. nóvember 2013, þar sem kynnt er könnun um stöðu leiguíbúða sveitarfélaga þann 31. desember 2012.




Lagt fram.

6.Frá Símanum; Þjónustusamningur. Samningur Ríkiskaupa;Fjarskiptaþjónusta.

Málsnúmer 201311201Vakta málsnúmer

Tekið fyrir endurnýjun á þjónstusamningi við Símann er byggir á samningi Ríkiskaupa um fjarskiptaþjónustu.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Minningardagur.

Málsnúmer 201311155Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 7. nóvember 2013, þar sem kynnt er hvatning til sveitarfélaga frá Samgöngustofu að minna íbúa á alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa þann 17. nóvember n.k. og hvetja fólk til þátttöku. Klukkan 11:15 verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í.
Lagt fram.

8.Frá Vegagerðinni; Múlagöng - sameiginlegt bréf frá Slökkviliðum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201306043Vakta málsnúmer

Á 667. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. júní 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir afrit af erindi slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsett þann 13. júní 2013, til Vegagerðarinnar um Múlagöng.

Fram kemur m.a. að vegna fyrirhugaðra endurbóta á Múlagöngum á næstunni þá vona bréfritarar að við þær endurbætur verði staðið þannig að verki að slysahætta verði lágmörkuð eins og hægt er. Vert er að minna Vegagerðina á þeirra ábyrgð gagnvart þeim vegfarendum sem um göngin fara, ef viðbragðsaðilar komast ekki á slysstað vegna skorts á búnaði í göngunum. Á meðan að ástand er svona varðandi öryggismál í göngunum að hálfu Vegagerðarinnar geta slökkviliðsstjórar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar ekki ábyrgst að slökkviliðin geti staðið að björgunaraðgerðum með góðu móti í göngunum.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi, í samræmi við umræður á fundinum, til þingmanna kjördæmisins um ofangreint.

Með fundarboði byggðrráðs fylgdi afrit af bréfi Vegagerðarinnar til slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dagsett þann 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að um þessar mundir er verið að hefja vinnu við vissar endurbætur á Múlagöngum. Það sem áætlað er að gera er eftirfarandi:
Bæta veglýsingu í göngunum, bæði við enda og inni í göngum.
Setja upp neyðarstöðvar í hverju útskoti með neyðarsíma og tveimur slökkvitækjum en útskotin eru með 160 m bili.
Koma á fjarskiptasambandi með TETRA og GSM með uppsetningu endurvarpa og loftneta.
Setja upp lokunar og stjórnbúnað utan ganga, lokunarslá, blikkljós og neyðarstjórnskáp.
Setja upp mengunarmæla CO og NO2, hita- og rakamælar, auk trekkmælis.

Gera þarf áhættugreininguog endurskoða viðbragðsáætlun og leggur Vegagerðin til að stofnaður verði vinnuhópur.
Byggðarráð er sátt við vinnubrögð Vegagerðar og að þessi vinnuhópur sé skipaður.

9.Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Stuðningur vegna umsóknar um ULM 2017.

Málsnúmer 201311207Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá UMSE, bréf dagsett þann 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að á stjórnarfundi UMSE sem haldinn var 7. nóvember s.l. var tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla þar sem stjórn UMSE er hvött til þess að sækja um að verða mótshaldari að Unglingalandsmóti UMFÍ 2017 með mótsstað á Dalvík. Stjórnin samþykkti einróma að stefna að umsókn og óskar hér með eftir stuðningi Dalvíkurbyggðar. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn til tvo aðila í starfshóp sem mun undírbúa umsóknina, en í hópnum munu starfa fulltrúar UMSE, UMFS og Dalvíkurbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum stuðning við umsókn UMSE skv. ofangreindu.Byggðarráð samþykkir að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í starfshópinn verði 2 og að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi verði annar þeirra.

10.Frá Snorrasjóði; Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2014.

Málsnúmer 201311137Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snorrasjóði, bréf dagsett þann 4. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2014.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til skoðunar.

11.Frá Landskerfi bókasafns; Samstarfssamningur TEL - samþykkt Landskerfis bókasafna hf.

Málsnúmer 201311206Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landskerfi bókasafns, bréf dagsett þann 8. nóvember 2013, þar sem hluthafar í Landskerfi bókasafna hf. eru upplýstir um þá ákvörðun stjórnar félagsins að heimila íslensk bókfræðigögn í Gegni (íslensk útgáfuskrá) verði gerð aðgengileg í TEL (The European Library) með leyfisskilmálum CC0 1.0. Ef hluthafar hafa athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnar félagsins eru þeir beðnir um að koma þeim á framfæri ekki síðar en 5. desember n.k.




Lagt fram.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201311134Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs