Málsnúmer 201306043Vakta málsnúmer
Á 667. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 27. júní 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir afrit af erindi slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, dagsett þann 13. júní 2013, til Vegagerðarinnar um Múlagöng.
Fram kemur m.a. að vegna fyrirhugaðra endurbóta á Múlagöngum á næstunni þá vona bréfritarar að við þær endurbætur verði staðið þannig að verki að slysahætta verði lágmörkuð eins og hægt er. Vert er að minna Vegagerðina á þeirra ábyrgð gagnvart þeim vegfarendum sem um göngin fara, ef viðbragðsaðilar komast ekki á slysstað vegna skorts á búnaði í göngunum. Á meðan að ástand er svona varðandi öryggismál í göngunum að hálfu Vegagerðarinnar geta slökkviliðsstjórar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar ekki ábyrgst að slökkviliðin geti staðið að björgunaraðgerðum með góðu móti í göngunum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að senda erindi, í samræmi við umræður á fundinum, til þingmanna kjördæmisins um ofangreint.
Með fundarboði byggðrráðs fylgdi afrit af bréfi Vegagerðarinnar til slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dagsett þann 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að um þessar mundir er verið að hefja vinnu við vissar endurbætur á Múlagöngum. Það sem áætlað er að gera er eftirfarandi:
Bæta veglýsingu í göngunum, bæði við enda og inni í göngum.
Setja upp neyðarstöðvar í hverju útskoti með neyðarsíma og tveimur slökkvitækjum en útskotin eru með 160 m bili.
Koma á fjarskiptasambandi með TETRA og GSM með uppsetningu endurvarpa og loftneta.
Setja upp lokunar og stjórnbúnað utan ganga, lokunarslá, blikkljós og neyðarstjórnskáp.
Setja upp mengunarmæla CO og NO2, hita- og rakamælar, auk trekkmælis.
Gera þarf áhættugreininguog endurskoða viðbragðsáætlun og leggur Vegagerðin til að stofnaður verði vinnuhópur.