Byggðaráð

659. fundur 21. mars 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Björn Snorrason boðaði forföll sem og varamaður hans Óskar Óskarsson.

1.Frá Gáskakaupstað ses.; Aðalfundarboð Gásakaupstaðar 2013.

Málsnúmer 201303106Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf, dagsett þann 28. febrúar 2013, frá stjórn Gásakaupstaðar ses., þar sem boðað er til aðalfundar Gásakaupstaðar ses. föstudaginn 22. mars 2013 kl. 12:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.




Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vera fulltrúi Dalvíkurbyggðar á fundinum og fara með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

2.Frá Þjóðskrá Íslands; Viðmiðunardagur vegna kosninga og afhending kjörskrárstofns.

Málsnúmer 201303018Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 18. mars 2013, þar sem fram kemur að viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga er laugardagurinn 23. mars n.k. Þjóðskrá vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust. Stefnt er að því að kjörskráin verði tilbúin til afhendingar 3. eða 4. apríl n.k.










Lagt fram.

3.Frá Rigg ehf; Saga Eurovision - styrkbeiðni.

Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer

Á 658. fundi byggðarráðs var þann 28. febrúar 2013 var tekið fyrir erindi frá Rigg ehf, rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2013, þar sem Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir hönd Rigg ehf. og Eurobandsins óskar eftir að bæjarráð styðji við fyrirhugaða tónleika "Saga Eurovision" í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík 21. apríl n.k. með þeim hætti að legga til húsnæðið.

Fram kemur að Saga Eurovision er tónleikasýning sem mun fara um landið í lok aprí/maí árið 2013. Eurobandið ásamt Friðriki Ómari, Selmu Björnsdóttur og Regínu Ósk fara yfir sögu Eurovisionkeppninnar í tali og tónum.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fá upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

Samkvæmt rafpósti frá Rigg ehf. til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettur þann 28. febrúar 2013, kemur m.a. fram að miðaverð er kr. 3.900 fyrir fullorðna og kr. 2.000 fyrir börn og Eyþór Ingi og Matthías Matthíasson munu taka þátt í sýningunni á Dalvík en ekki á öðrum stöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er salarleigan kr. 135.000 fyrir einn sólarhring.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu einnig hugmyndir að forsendum fyrir mögulegum stuðningi Dalvíkurbyggðar við tónleikana.

Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum styrk á móti leigu að upphæð kr. 135.000 á þeim forsendum að tónleikarnir eru samstarf Júróbandsins og Dalvíkurbyggðar   sem og þessi tónleikar á Dalvík skera sig úr vegna þátttöku Eyþórs Inga og Matthíasar.

4.Frá sveitarstjóra; Viðauki við samning við Soffías ehf.

Málsnúmer 201303174Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að viðauka við samning Dalvíkurbyggðar og Soffías ehf. við samning um vatnskaups og fleira frá 14. maí 2010.

Í viðaukanum er gert ráð fyrir að samningurinn falli ekki úr gildi þrátt fyrir að "byggingarframkvæmdir" séu ekki hafnar fyrir 1. júlí 2012. Einnig að gildistíminn sé 50 ár frá undirritun viðaukans en ekki 65 ár eins og upphaflega var samþykkt.








Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðaukann eins og hann liggur fyrir.

5.Frá stjórn Dalbæjar; Viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík.

Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Valdimar Bragason, forstöðumaður Dalbæjar, og Ásgeir Páll Matthíasson, formaður stjórn Dalbæjar.

Tekið fyrir erindi, dagsett þann 18. desember 2012, er varðar viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík. Fram kemur að stjórn Dalbæjar hefur látið vinna verkáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði Dalbæjar sem er meðfylgjandi.

Þar sem Dalvíkurbyggð er eini stofnaðilinn að sjálfseignarstofnuninni Dalbæ óskar stjórnar Dalbæjar eftir því að Dalvíkurbyggð standi straum af mótframlagi við Framkvæmdasjóð aldraðra svo af þessu nauðsynlega viðhaldi geti orðið. Framlag frá Framkvæmdasjóði aldraðra gæti orðið um það bil 30%.

Þar sem hægt er að fara í mismunandi aðgerðir við viðhald húsnæðisins og kostnaður við hverja aðferð er misjafn telur stjórn Dalbæjar eðlilegt að Dalvíkurbyggð komi að ákvarðanatöku um viðhaldsaðferðir og áfangaskiptingu.

Samkvæmt verkáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði Dalbæjar, unnin af Arkitektastofunni form í október 2012, kemur fram að samkvæmt mati Ágúst Hafsteinssonar sé það heppilegasta og ódýrasta lausnin á viðhaldsmálum þaks og útveggja Dalbæjar að ráðast í heildarlagfæringu skv. leið A. Kostnaður vegna leiðar A (með fyrirvara) er á bilinu um 57 m.kr. til 62 m.kr. eftir því hvort valið sé að setja stálklæðningu á útveggi eða múrverk.

Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 til annarra starfa.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Dalvíkurbyggð komi að fyrirhuguðum viðhaldsframkvæmdum með ákveðið fjármagn.  Dalbær sjái um og beri ábyrgð á framkvæmdinni.  Þegar fyrir liggur hver aðkoma Framkvæmdasjóðs aldraðra verður verði unnið að samkomulagi milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar.

6.Frá stjórn Dalbæjar; Beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201212017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 26. febrúar 2013, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Dalbæjar þann 11. febrúar 2013 fól stjórnin formanni stjórnar og forstöðumanni Dalbæjar að mæta á fund byggðarráðs til að gera grein fyrir forsendum stjórnar fyrir beiðni um endurskoðun á verksamningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar frá árinu 2008. Vísað er til bréfs Dalbæjar dagsett þann 26. nóvember 2012 þar sem borin er fram beiðni um endurskoðun á 5. gr. samningsins, þ.e. fjárhæðum og greiðslutilhögun.

Samkvæmt rafbréfi sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsettur þann 21. nóvember 2012, er upplýst að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir lækkun á samningum að upphæð kr. 720.000 vegna vinnu og þjónustu launafulltrúa.

Til umræðu ofangreint.
Valdimar og Ásgeir Páll viku af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ofangreindum samningur verði  tekinn til frekari endurskoðunar í samræmi við umræður á fundinum og felur sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu.

7.Frá fræðslu- og menningarsviði og fjármála- og stjórnsýslusviði; Sameiginlegt skráningarkerfi fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.

Málsnúmer 201212032Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. mars 2013, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna kaupa og innleiðingar á sameiginlegu skráningarkerfi og hvatapeningakerfi fyrir frístundir barna og unglinga í Dalvíkurbyggð.

Óskað er eftir samtals viðauka að upphæð kr. 3.981.000 vegna deildar 06-02; skrifstofa íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna kaupa og innleiðingar á NORI skráningarkerfi, vegna kaupa og innleiðingar á Frístund frá Maritech vegna tengingar við NAV og vegna hvatapeningakerfis, þ.e. bein niðurgreiðslu á þátttökugjöldum barna og unglinga umfram þær óbeinu niðurgreiðslur til barna- og unglingastarfs samkvæmt styrktarsamningum við íþróttafélögin.










Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni hvað varðar viðauka við fjárhagsáætlun 2013 en hvað varðar árið 2014 og ákvörðun um hvatapeninga þá verður tekin sérstaklega ákvörðun um það við gerð fjárhagsáætlunar 2014-2017.

8.Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Afskrift hlutabréfaeignar í Fiskeldi Eyjafjarðar vegna gjaldþrots.

Málsnúmer 201303171Vakta málsnúmer

Vegna vinnu við ársreikning 2012 óskar sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs eftir heimild til að afskrifa hlutbréfaeign Dalvíkurbyggðar í Fiskeldi Eyjafjarðar vegna gjaldþrots fyrirtækisins; að upphæð kr. 12.965.410. Við gerð ársreiknings 2011 var gert ráð fyrir niðurfærslu á móti þessari hlutabréfaeign að upphæð kr. 12.565.985.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum afskrift á hlutabréfaeign Dalvíkurbyggðar í Fiskeldi Eyjafjarðar.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201303170Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201303156Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209004Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

12.Húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201303172Vakta málsnúmer

Á fundinum gerðu sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs byggðarráði grein fyrir vangaveltum varðandi húsnæðismál Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs