Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Valdimar Bragason, forstöðumaður Dalbæjar, og Ásgeir Páll Matthíasson, formaður stjórn Dalbæjar.
Tekið fyrir erindi, dagsett þann 18. desember 2012, er varðar viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík. Fram kemur að stjórn Dalbæjar hefur látið vinna verkáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði Dalbæjar sem er meðfylgjandi.
Þar sem Dalvíkurbyggð er eini stofnaðilinn að sjálfseignarstofnuninni Dalbæ óskar stjórnar Dalbæjar eftir því að Dalvíkurbyggð standi straum af mótframlagi við Framkvæmdasjóð aldraðra svo af þessu nauðsynlega viðhaldi geti orðið. Framlag frá Framkvæmdasjóði aldraðra gæti orðið um það bil 30%.
Þar sem hægt er að fara í mismunandi aðgerðir við viðhald húsnæðisins og kostnaður við hverja aðferð er misjafn telur stjórn Dalbæjar eðlilegt að Dalvíkurbyggð komi að ákvarðanatöku um viðhaldsaðferðir og áfangaskiptingu.
Samkvæmt verkáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði Dalbæjar, unnin af Arkitektastofunni form í október 2012, kemur fram að samkvæmt mati Ágúst Hafsteinssonar sé það heppilegasta og ódýrasta lausnin á viðhaldsmálum þaks og útveggja Dalbæjar að ráðast í heildarlagfæringu skv. leið A. Kostnaður vegna leiðar A (með fyrirvara) er á bilinu um 57 m.kr. til 62 m.kr. eftir því hvort valið sé að setja stálklæðningu á útveggi eða múrverk.
Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 til annarra starfa.
Til umræðu ofangreint.