Frá stjórn Dalbæjar; Viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík.

Málsnúmer 201212039

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 659. fundur - 21.03.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Valdimar Bragason, forstöðumaður Dalbæjar, og Ásgeir Páll Matthíasson, formaður stjórn Dalbæjar.

Tekið fyrir erindi, dagsett þann 18. desember 2012, er varðar viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík. Fram kemur að stjórn Dalbæjar hefur látið vinna verkáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði Dalbæjar sem er meðfylgjandi.

Þar sem Dalvíkurbyggð er eini stofnaðilinn að sjálfseignarstofnuninni Dalbæ óskar stjórnar Dalbæjar eftir því að Dalvíkurbyggð standi straum af mótframlagi við Framkvæmdasjóð aldraðra svo af þessu nauðsynlega viðhaldi geti orðið. Framlag frá Framkvæmdasjóði aldraðra gæti orðið um það bil 30%.

Þar sem hægt er að fara í mismunandi aðgerðir við viðhald húsnæðisins og kostnaður við hverja aðferð er misjafn telur stjórn Dalbæjar eðlilegt að Dalvíkurbyggð komi að ákvarðanatöku um viðhaldsaðferðir og áfangaskiptingu.

Samkvæmt verkáætlun vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði Dalbæjar, unnin af Arkitektastofunni form í október 2012, kemur fram að samkvæmt mati Ágúst Hafsteinssonar sé það heppilegasta og ódýrasta lausnin á viðhaldsmálum þaks og útveggja Dalbæjar að ráðast í heildarlagfæringu skv. leið A. Kostnaður vegna leiðar A (með fyrirvara) er á bilinu um 57 m.kr. til 62 m.kr. eftir því hvort valið sé að setja stálklæðningu á útveggi eða múrverk.

Jóhann Ólafsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:27 til annarra starfa.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að Dalvíkurbyggð komi að fyrirhuguðum viðhaldsframkvæmdum með ákveðið fjármagn.  Dalbær sjái um og beri ábyrgð á framkvæmdinni.  Þegar fyrir liggur hver aðkoma Framkvæmdasjóðs aldraðra verður verði unnið að samkomulagi milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar.

Byggðaráð - 674. fundur - 26.09.2013

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 23. september 2013 þar sem fram kemur að stjórn Dalbæjar fjallaði um tillögur Arkitektastofunnar Form um aðferðir við utanhússviðhald á fundi sínum þann 16. september s.l. Stjórn Dalbæjar samþykkti að velja leið "A" í fyrrnefndum tillögum og er áætlaður kostnaður af þeirri framkvæmd miðað við verðlag í október 2012 57 - 62 m.kr.
Með vísan í fyrri bréfaskipti og fundi um ofangreint mál er þess óskað að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2014-2017 verði gert ráð fyrir framlagi Dalvíkurbyggðar til framkvæmdarinnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar við gerð um fjárhagsáætlun 2014-2017.

Byggðaráð - 699. fundur - 22.05.2014

Á 679. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. október 2013 var samþykkt að gera ráð fyrir þátttöku Dalvíkurbyggðar sem nemur kr. 40.000.000 í viðhaldsframkvæmdir Dalbæjar. Tekið verði óverðtryggt lán á árinu 2014 til 10 ára vegna þessa og styrkur til Dalbæjar á móti afborgun færður sem styrkur á málaflokk 02 næstu 10 árin. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins er 54,7 m.kr.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 16. maí 2014, þar sem fram kemur að fyrir liggur tilboð í þakviðgerðir á Dalbæ og innt er eftir stöðu mála hvað varðar aðkomu og fjármögnun Dalvíkurbyggðar á þessum framkvæmdum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 700. fundur - 05.06.2014

Á 699. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 679. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. október 2013 var samþykkt að gera ráð fyrir þátttöku Dalvíkurbyggðar sem nemur kr. 40.000.000 í viðhaldsframkvæmdir Dalbæjar. Tekið verði óverðtryggt lán á árinu 2014 til 10 ára vegna þessa og styrkur til Dalbæjar á móti afborgun færður sem styrkur á málaflokk 02 næstu 10 árin. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins er 54,7 m.kr.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 16. maí 2014, þar sem fram kemur að fyrir liggur tilboð í þakviðgerðir á Dalbæ og innt er eftir stöðu mála hvað varðar aðkomu og fjármögnun Dalvíkurbyggðar á þessum framkvæmdum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu til að fallið verði frá því að Dalvíkurbyggð taki lán að upphæð 40 m.kr., þar sem veltufjárstaðan er hagstæð, en að Dalvíkurbyggð taki upphæðina af eigið fé sveitarfélagsins. Útbúið verði innra skuldabréf fyrir þeirri upphæð sem tilboð í þakviðgerðir Dalbæjar hljóðar upp á, eða um 32 m.kr., þannig að styrkurinn verði á sömu forsendum og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði frá samkomulagi við stjórn Dalbæjar samkvæmt ofangreindu.

Byggðaráð - 702. fundur - 03.07.2014

Á 700. fundi byggðarráðs þann 5. júní 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu til að fallið verði frá því að Dalvíkurbyggð taki lán að upphæð 40 m.kr., þar sem veltufjárstaðan er hagstæð, en að Dalvíkurbyggð taki upphæðina af eigið fé sveitarfélagsins. Útbúið verði innra skuldabréf fyrir þeirri upphæð sem tilboð í þakviðgerðir Dalbæjar hljóðar upp á, eða um 32 m.kr., þannig að styrkurinn verði á sömu forsendum og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði frá samkomulagi við stjórn Dalbæjar samkvæmt ofangreindu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi við stjórn Dalbæjar um ofangreint þar sem gert er ráð fyrir eingreiðslu á styrk nú að upphæð 35,0 m.kr.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að forstöðumaður Dalbæjar hefur samþykkt drögin fyrir hönd Dalbæjar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. júlí 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samkomulagið eins og það liggur fyrir.