Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer
Á 699. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 679. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. október 2013 var samþykkt að gera ráð fyrir þátttöku Dalvíkurbyggðar sem nemur kr. 40.000.000 í viðhaldsframkvæmdir Dalbæjar. Tekið verði óverðtryggt lán á árinu 2014 til 10 ára vegna þessa og styrkur til Dalbæjar á móti afborgun færður sem styrkur á málaflokk 02 næstu 10 árin. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins er 54,7 m.kr.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 16. maí 2014, þar sem fram kemur að fyrir liggur tilboð í þakviðgerðir á Dalbæ og innt er eftir stöðu mála hvað varðar aðkomu og fjármögnun Dalvíkurbyggðar á þessum framkvæmdum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu til að fallið verði frá því að Dalvíkurbyggð taki lán að upphæð 40 m.kr., þar sem veltufjárstaðan er hagstæð, en að Dalvíkurbyggð taki upphæðina af eigið fé sveitarfélagsins. Útbúið verði innra skuldabréf fyrir þeirri upphæð sem tilboð í þakviðgerðir Dalbæjar hljóðar upp á, eða um 32 m.kr., þannig að styrkurinn verði á sömu forsendum og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.