Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 3. júní 2014, þar sem fram kemur að eins og mönnum er kunnugt um þá hefur staðið yfir vinna við kortlagningu á erfðafestulöndum á Árskógsströnd. Rætt hefur verið við alla erfðafestuhafa og næsta skref er mæling lóðanna og í framhaldi af því gerð nýrra lóðarleigusamninga fyrir þessar lóðir. Um er að ræða 10 lóðir og gera má ráð fyrir kostnaði um kr. 60.000 á hverja lóð. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 600.000 vegna þessa þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2014.
Börkur Þór vék af fundi kl. 08:54
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á beiðni um viðauka.