Byggðaráð

707. fundur 11. september 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014; Frá Kristínu A. Símonardóttur, ósk um kaup á Skíðabraut 2.

Málsnúmer 201409036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Haukur A. Gunnarsson, formaður umhverfisráðs, kl. 8:15.

Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað.

Með bréfi dags. 3. september 2014 óskar Kristín A Símonardóttir fyrir hönd K.A.S ehf eftir kaupum á Skíðabraut 2, Dalvík.
Þar sem sala á fasteignum sveitarfélagsins er ekki í höndum umhverfisráð heldur byggðarráðs, er erindinu vísað áfram til byggðaráðs. Umhverfisráð vill benda á að samkvæmt fyrirliggjandi umferðaröryggisstefnu Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að þetta hús hugsanlega víki.

Til umfjöllunar ofangreint.
Með vísan til skýrslu Vegagerðinnar um umferðaröryggi á Dalvík, dagsett í desember 2011, samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa Skíðabraut 2 til sölu með því skilyrði að húsið verði flutt af lóðinni eða að húsið verði selt til niðurrifs.

2.Frá 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014; Frá Ragnheiði Valdimarsdóttur; fyrirspurn um möguleika á frístundalóð í landi Upsa.

Málsnúmer 201409020Vakta málsnúmer

Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.

Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeilt það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir afgreiðslur á niðurstöðum íbúakönnunar árið 2012 vegna deiliskipulags í landi Upsa. Fram kemur meðal annars að á 641. fundi bæjarráðs þann 25. október 2012 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu.

Á 240. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30.12.2012 var samhljóðandi afgreiðsla samþykkt samhljóða.

Á 232. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 07.11.2012 var eftirfarandi bókað:
Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.
Afgreiðslu frestað.

Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

Samandregið þá er málið enn í vinnslu hjá umhverfisráði, þ.e. að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30.10.2012.

Börkur Þór og Haukur viku af fundi kl. 08:49.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindu máli til næsta fundar.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis - og tæknisviðs að svara erindi Ragnheiðar.

3.Frá Gittu Unn Ármannsdóttur og Jónasi Leifssyni; Syðri-Hagi; Beiðni um riftun samnings vegna jarðhitaréttinda.

Málsnúmer 201409067Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá sveitarstjóra, dagsettur þann 9. september 2014 þar sem fram kemur að Gitta Unn Ármannsdóttir og Jónas Leifsson, Syðri-Haga, hafa óskað eftir riftun á samningi um jarðhitaréttindi á þeim forsendum að hann sé orðinn meira en 18 ára gamall og hefur ekki komist í framkvæmd.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi með afrit af umræddum samningi.
Með vísan til þess að byggðarráði var ekki kunnugt um ofangreindan samning þar sem hann er ekki til í skjalasafni Dalvíkurbyggðar samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að kanna hvort fleiri sambærilegir samningar séu til. Málið verði síðan afgreitt þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

4.Frá Sókn lögmannstofu, innheimtuþjónusta og almenn ráðgjöf fyrir Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201409059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sókn lögmannsstofu, bréf dagsett þann 2. september 2014, þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórnina að Sókn lögmannsstofa fái að gera sveitarfélaginu tilboð í innheimtuþjónustu og almenna ráðgjöf.
Lagt fram til kynningar.

Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

5.Frá RÚV; Þátttaka í spurningaþættinum Útsvari.

Málsnúmer 201408040Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir á fundinn kl. 09:43.

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Ríkisútvarpinu, rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2014, þar sem fram kemur að Útsvar verður á dagskrá áttunda veturinn í röð og óskar eftir staðfestingu á þátttöku sem allra fyrst.
Óskað er jafnframt eftir nöfnum, símanúmerum og netföngum keppenda sem allra fyrst.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt og felur upplýsingafulltrúa auglýsa eftir tilnefningum á heimasíðu sveitarfélagsins og halda utan um.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir þeim ábendingum sem bárust í samræmi við auglýsingu á vefmiðlum sveitarfélagsins.

Margrét vék af fundi kl. 10:02
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Upplýsingafulltrúa að falast eftir þátttöku aðila í samræmi við umræður á fundinum þannig að lið Dalvikurbyggðar verði klárt fyrir 3. október n.k. en þá mun Dalvíkurbyggð etja kappi við Rangárþing ytra.

6.Frá Húsabakka ehf; fjárhagsáætlun 2015; ábendingar um viðhald.

Málsnúmer 201408038Vakta málsnúmer

Á 706. fundi byggðarráðs þann 4. september 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Húsabakka ehf., bréf dagsett þann 21. ágúst 2014, þar sem fram koma ábendingar um viðhald sem þarf að framkvæma á Rimum, Húsabakka og Hrafnabjörgum. Fram kemur að sumt sem er talið hér upp væri gott að taka umræðu um ásamt því að fá tækifæri til að ræða við bæinn um frekari lagfæringar og endurbætur á Húsabakka sem falla ekki beinlínis undir viðhald og eru því ekki talin upp í erindinu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og að byggðarráð kynni sér samninga við Húsabakka ehf.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum við umhverfis- og tæknisvið /Eignasjóð að taka saman viðhaldsáætlun til lengri tíma sem og að taka saman í hvaða viðhaldsframkvæmdir sveitarfélagið hefur farið í á undanförnum árum.

Byggðarráð hefur kynnt sér á milli funda samninga við Húsabakka ehf. er varðar leigu á Húsabakka og Rimum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt umsjónarmanns fasteigna um viðhald síðustu ára á Húsabakka og viðhaldsþörf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að formaður byggðarráðs, sveitarstjóri og umsjónarmaður fasteigna fái að heimsækja forsvarsmenn Húsabakka ehf. á Húsabakka og eiga fund varðandi ofangreint.

7.Fjárhagsáætlun 2014; Frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar; Afmæli skólans.

Málsnúmer 201405133Vakta málsnúmer

Á 699. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvikurbyggðar, dagsett þann 20. maí 2014, þar sem sótt er um styrkveitingu vegna 50 ára afmælishátíðar Tónlistarskóla Dalvikurbyggðar laugardaginn 8. nóvember í Menningarhúsinu Bergi. Áætlaður kostnaður er kr. 500.000. Við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2014 var ekki gert ráð fyrir þessu afmæli.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna hvort ekki sé hægt að finna svigrúm innan málaflokks fræðslu- og uppeldismála vegna ofangreinds erindis.

Byggarráði finnst verkefnið áhugavert.

Á 182. fundi fræðsluráðs þann 11. júní 2014 var eftirfarandi bókað:

Nú á árinu er Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar 50 ára. Til stendur að halda upp á afmæli skólans. Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri tónlistarskólans fór yfir hugmyndir varðandi afmælishátíð og lagði fram kostnaðaráætlun í tengslum við þær. Stefnt er á að halda afmælið 8. nóvember næstkomandi. Byggðaráð vísaði beiðninni til fræðsluráðs og sviðsstjóra og óskaði eftir því að fundið væri svigrúm innan málaflokksins til að verða við beiðninni.

Farið var yfir kostnaðaráætlunina og komu fram tillögur að breytingum.
Fræðsluráð leggur til að skólastjóri geri þær breytingar og óski á ný eftir viðbótarfjárveitingu til byggðaráðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 18. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 að upphæð kr. 380.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni og samþykkir viðauka allt að kr. 380.000 við deild 04-51 og að breytingunni verði mætt með lækkun á handbæru fé.

8.Fjárhagsáætlun 2014; Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Erfðafestulóðir/lönd og nýir samningar.

Málsnúmer 201406020Vakta málsnúmer

Á 700. fundi byggðarráðs þann 5. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 3. júní 2014, þar sem fram kemur að eins og mönnum er kunnugt um þá hefur staðið yfir vinna við kortlagningu á erfðafestulöndum á Árskógsströnd. Rætt hefur verið við alla erfðafestuhafa og næsta skref er mæling lóðanna og í framhaldi af því gerð nýrra lóðarleigusamninga fyrir þessar lóðir. Um er að ræða 10 lóðir og gera má ráð fyrir kostnaði um kr. 60.000 á hverja lóð. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 600.000 vegna þessa þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun 2014.

Börkur Þór vék af fundi kl. 08:54

Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á beiðni um viðauka.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þá standi ofangreind beiðni óbreytt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa þessu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2015-2018.

9.Fjárhagsáætlun 2014;Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Starfsmannamál í íþróttamiðstöð 2014.

Málsnúmer 201405172Vakta málsnúmer

Á 700. fundi byggðarráðs þann 5. júní s.l. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 21. maí 2014, þar sem upplýst er um veikindalaun og kostnað vegna afleysinga sem mun falla til í sumar. Ekki er verið að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að svo stöddu heldur að upplýsa um stöðuna. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggur til að skoðað verði í haust eftir að afleysingu sumarsins er lokið hvort bregðast þurfi við eða hvort það sé svigrúm í núverandi áætlun fyrir auknum kostnaði vegna þessa.

Lagt fram til kynningar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þá er búið að taka tillit til ofangreind í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna launa,, sbr. mál 201408051 hér á eftir.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2014; endurskoðun launa vegna nýrra kjarasamninga - viðauki.

Málsnúmer 201408051Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt sem sýnir tillögu að breytingum á launaáætlun 2014 samkvæmt endurskoðun á launaskapalónum vegna nýrra kjarasamninga á árinu. Samhliða hefur verið tekið tillit til annarra forsendubreytinga.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar breytingar á forsendum launaáætlana 2014 verði settar í viðauka 2014.

11.Starfs- og fjárhagsáætlun 2014; heildarviðauki II

Málsnúmer 201409069Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir þá viðauka sem samþykktir hafa verið við fjárhagsáætlun 2014 það sem af er árs, fyrir utan þau mál á dagskrá þessa fundar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindir viðaukar fari inn í heildarviðauka við fjárhagsáætlun 2014, sbr. fyrri samþykktir um viðkomandi viðauka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka áætlun deildar 06-80 um 40,0 m.kr með viðauka,þar sem styrkur til UMFS vegna 1/2 gervigrasvallar er ósóttur.

Guðmundur vék af fundi kl. 10:49 undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs