Á 254. fundi umhverfisráðs þann 05.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Með rafpósti dags 28. ágúst 2014 óskar Ragnheiður Valdimarsdóttir eftir upplýsingum um möguleika á frístundarlóð í landi Upsa.
Á 232. fundi umhverfisráð þann 7. nóvember 2012 var afgreiðslu um deiliskipulag frístudarbyggðar í landi Upsa frestað. Í ljósi þess að deiliskipulag svæðisins er enn í gildi og hversu umdeilt það var beinir umhverfisráð afgreiðslu þessa erindis til byggðarráðs til nánari skoðunar.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir afgreiðslur á niðurstöðum íbúakönnunar árið 2012 vegna deiliskipulags í landi Upsa. Fram kemur meðal annars að á 641. fundi bæjarráðs þann 25. október 2012 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:
Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu.
Á 240. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 30.12.2012 var samhljóðandi afgreiðsla samþykkt samhljóða.
Á 232. fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 07.11.2012 var eftirfarandi bókað:
Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.
Afgreiðslu frestað.
Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.
Samandregið þá er málið enn í vinnslu hjá umhverfisráði, þ.e. að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar frá 30.10.2012.
Börkur Þór og Haukur viku af fundi kl. 08:49.