Undir þessum lið kom Margrét Víkingsdóttir á fundinn kl. 09:43.
Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Ríkisútvarpinu, rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2014, þar sem fram kemur að Útsvar verður á dagskrá áttunda veturinn í röð og óskar eftir staðfestingu á þátttöku sem allra fyrst.
Óskað er jafnframt eftir nöfnum, símanúmerum og netföngum keppenda sem allra fyrst.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt og felur upplýsingafulltrúa auglýsa eftir tilnefningum á heimasíðu sveitarfélagsins og halda utan um.
Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir þeim ábendingum sem bárust í samræmi við auglýsingu á vefmiðlum sveitarfélagsins.
Margrét vék af fundi kl. 10:02