Á 699. fundi byggðarráðs þann 22. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvikurbyggðar, dagsett þann 20. maí 2014, þar sem sótt er um styrkveitingu vegna 50 ára afmælishátíðar Tónlistarskóla Dalvikurbyggðar laugardaginn 8. nóvember í Menningarhúsinu Bergi. Áætlaður kostnaður er kr. 500.000. Við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2014 var ekki gert ráð fyrir þessu afmæli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna hvort ekki sé hægt að finna svigrúm innan málaflokks fræðslu- og uppeldismála vegna ofangreinds erindis.
Byggarráði finnst verkefnið áhugavert.
Á 182. fundi fræðsluráðs þann 11. júní 2014 var eftirfarandi bókað:
Nú á árinu er Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar 50 ára. Til stendur að halda upp á afmæli skólans. Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri tónlistarskólans fór yfir hugmyndir varðandi afmælishátíð og lagði fram kostnaðaráætlun í tengslum við þær. Stefnt er á að halda afmælið 8. nóvember næstkomandi. Byggðaráð vísaði beiðninni til fræðsluráðs og sviðsstjóra og óskaði eftir því að fundið væri svigrúm innan málaflokksins til að verða við beiðninni.
Farið var yfir kostnaðaráætlunina og komu fram tillögur að breytingum.
Fræðsluráð leggur til að skólastjóri geri þær breytingar og óski á ný eftir viðbótarfjárveitingu til byggðaráðs.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 18. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 að upphæð kr. 380.000.
Byggarráði finnst verkefnið áhugavert.