Fræðsluráð

182. fundur 11. júní 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller Kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi óskaði fræðsluráð eftir upplýsingum um leyfisveitingar þessa skólaárs í Dalvíkurskóla. Björn Gunnlaugsson skólastjóri fór yfir þær upplýsingar.

Heildarfjöldi leyfisdaga var á tímabilinu 235 dagar og var 21 leyfi veitt vegna persónulegra ástæðna í 3 daga samfellt eða lengur.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna drög að endurskoðuðum reglum um leyfisveitingar samkvæmt umræðum.

2.Teymiskennsla

Málsnúmer 201403171Vakta málsnúmer

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir nokkur atriði varðandi undirbúning innleiðingar teymiskennslu í skólanum á næsta skólaári.
Umræður og spurningar urðu um stöðu mála en Björn upplýsti m.a. að gott námskeið hefði verið haldið í gær.

Birni þakkaðar upplýsingarnar.

3.Sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir skóla 2014

Málsnúmer 201405131Vakta málsnúmer

Farið var yfir sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir allra skóla sveitarfélagsins. Stjórnendur kynntu skýrslur sinna skóla. Fræðsluskrifstofan náði ekki að koma ábendingum til stjórnenda um skýrslurnar fyrir fundinn og er afgreiðslu því frestað.

4.Nafn leikskólans

Málsnúmer 201406028Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots upplýsti ráðið um að til stæði að fá starfsfólk skólanna í vinnu varðandi nafn eftir að Krílakot og Kátakot verða sameinaðir undir eitt þak.

Fræðsluráð styður þá hugmynd.

5.Afmæli tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405133Vakta málsnúmer

Nú á árinu er Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar 50 ára. Til stendur að halda upp á afmæli skólans. Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri tónlistarskólans fór yfir hugmyndir varðandi afmælishátíð og lagði fram kostnaðaráætlun í tengslum við þær. Stefnt er á að halda afmælið 8. nóvember næstkomandi. Byggðaráð vísaði beiðninni til fræðsluráðs og sviðsstjóra og óskaði eftir því að fundið væri svigrúm innan málaflokksins til að verða við beiðninni.

Farið var yfir kostnaðaráætlunina og komu fram tillögur að breytingum.
Fræðsluráð leggur til að skólastjóri geri þær breytingar og óski á ný eftir viðbótarfjárveitingu til byggðaráðs.

6.Ytra mat skóla 2014

Málsnúmer 201405132Vakta málsnúmer

Lögð var fram skýrslan Ytra mat skóla sem unnin var á fræðsluskrifstofu samkvæmt áætlun um ytra mat sem samþykkt var í fræðsluráði fyrir ári síðan.


Fræðsluráð þakkar fyrir skýrsluna, lýsir yfir ánægju með ýmsar jákvæðar niðurstöður um skólastarf. Jafnframt leggur fræðsluráð áherslu á að unnið verði áfram með þær niðurstöður sem ástæða er til samanber umræður. Lagt er til að skýrslan verði tekin fyrir aftur á næsta fundi fræðsluráðs, nýju ráði til frekari upplýsinar.

7.Ráðstefnuferð stjórnenda fræðslusviðs

Málsnúmer 201404079Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi áætlun yfir tíma og kostnað vegna fyrirhugaðrar ráðstefnuferðar stjórnenda fræðslusviðs og íþrótta- og æskulýðsmála sem fyrirhuguð er seint á árinu 2014. Við gerð starf- og fjárhagsáætlana fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir ferðinni en mesti hluti kostnaðar er greiddur úr endurmenntunarsjóði stjórnenda. Markmið ferðarinnar er tvíþætt, annars vegar að eflast og fræðast um ýmsa þætti fjölmenningar og hins vegar að þétta og styrkja stjórnendahópinn.

Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaða ferð.

8.Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 201406018Vakta málsnúmer

Upplýst var um framhald á samkomulagi um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms frá maí 2011. Jöfnunarsjóður mun því áfram veita framlög til sveitarfélaga samkvæmt samkomulaginu.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller Kennsluráðgjafi