Fræðsluráð

189. fundur 11. febrúar 2015 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots sat fundinn frá 8.15-8.55.
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn frá 8.25-8.55.
Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat fundinn frá 8.50-9.35.

Sigrún Ingibjörg Guðmundsdóttir fulltrúi starfsfólks

1.Könnun vegna sumarlokunar 2015

Málsnúmer 201501116Vakta málsnúmer

Á 187. fundi fræðsluráðs var ákveðið að óska eftir ábendingum frá foreldrum varðandi sumarlokun í leikskólum. Sumarlokunin hefur verið á svipuðum tíma síðustu ár, þ.e. 4 vikur frá miðjum júlí og fram yfir Fiskidag.

Sex ábendingar bárust frá foreldrum um mögulegar breytingar en þær voru af ólíkum toga en um 125 börn eru á leikskólunum.

Fræðsluráð sér ekki ástæðu til að leggja til breytingar á sumarlokun og samþykkir því óbreytt fyrirkomulag.

Gísli Bjarnason kom inn á fundinn.

2.Framlenging á samningi um hádegisverð í skólum

Málsnúmer 201501040Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að tveggja ára framlengingu samnings við Veisluþjónustuna um hádegisverð í skólum, sbr. ákvörðun á síðasta fundi ráðsins. Framlengingin mun gilda fyrir skólaárin 2015-2017.

Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með fjórum greiddum atkvæðum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Felix Rafn Felixson greiddi atkvæði gegn samningnum.

3.Framlenging á samningi um skólaakstur

Málsnúmer 201501041Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að tveggja ára framlengingu samnings við fyrirtækið Ævar og Bóas ehf. um skólaakstur nemenda í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, sbr. ákvörðun á síðasta fundi fræðsluráðs. Framlengingin gildir fyrir skólaárin 2015-2017.

Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir með fjórum greiddum atkvæðum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Felix Rafn Felixson greiddi atkvæði gegn samningnum.

Magnús Guðmundur Ólafsson kom inn á fundinn.

4.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og kennsluráðgjafi upplýstu um að á næstu dögum muni uppsett og útprentuð skólastefna líta dagsins ljós en hún verður send inn á öll heimili í sveitarfélaginu.
Áframhaldandi umræða varð um innleiðingu á stefnunni.

Fræðsluráð óskar eftir innleiðingaráætlun frá hverjum skóla og að þær verði sendar fræðsluskrifstofunni fyrir marslok 2015.

Gísli Bjarnason og Drífa Þórarinsdóttir véku af fundi.

5.Afmæli tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405133Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kynnti fyrirkomulag vegna 50 ára afmælis Tónlistarskólans sem haldið verður hátíðlegt á árinu.

Afmælisveislan verður haldin í Bergi laugardaginn 7. mars 2015 og verða þar flutt ýmis atriði í tilefni dagsins.

6.Skóladagatöl 2014-2015

Málsnúmer 201403159Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar óskaði eftir því að breytingar yrðu gerðar á skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2014-2015. Uppskerutónleikar skólans færast frá 20. febrúar til 17. mars en þá verður Nóta Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar haldin í Bergi. Mánudagurinn 23. febrúar breytist vegna þessa úr kennsludegi í starfsdag.

Breytt skóladagatal verður sent öllum foreldrum barna í skólanum og skýringar á breytingunum.

7.Nótan

Málsnúmer 201502035Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kynnti fyrirkomulag uppskeruhátíðar tónlistarskólanna Nótunnar 2015. Hátíðin verður með breyttu sniði þetta árið vegna áhrifa verkfalls tónlistarskólakennara og mun hátíðin fara fram innan hvers skóla eða í samvinnu nokkurra skóla í einu og skal henni lokið fyrir 1. maí 2015. Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar mun halda sína hátíð í Bergi.

8.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs