Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 177. fundur - 13.11.2013

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sagði frá fyrirhugaðri endurskoðun á skólastefnum sveitarfélagsins og sameiginlegri stefnu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Óskað var eftir fulltrúa fræðsluráðs í vinnuhópinn. Fræðsluráð tilnefnir Auði Helgadóttur, formann fræðsluráðs í starfshópinn.

Fræðsluráð - 179. fundur - 05.02.2014

Kennsluráðgjafi greindi frá vinnu sem hófst á þessu ári varðandi gerð nýrrar, sameiginlegrar skólastefnu fyrir skóla sveitarfélagsins. Vinnuhópur með fulltrúum allra skóla, skólaskrifstofu og fræðsluráðs hefur hist nokkur skipti en næsta skref er að fá inn raddir fleiri starfsmanna skólanna, foreldra og nemenda. Stefnt er að því að ljúka vinnunni undir vor.

Fræðsluráð - 181. fundur - 14.05.2014

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi sagði frá vinnu við skólastefnu Dalvíkurbyggðar. Vinnan er nú á seinni stigum.

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi upplýsti fundarmenn um vinnu við gerð nýrrar skólastefnu. Nú hefur vinnuhópur lagt gróf drög að stefnunni og næsta skref er því að leggja hana fyrir ýmsa rýnihópa foreldra og starfsfólks. Það verður gert í ágúst og september.

Fræðsluráð - 186. fundur - 22.10.2014

Með fundarboði fylgdu drög að sameiginlegri skólastefnu leik-, grunn og tónlistarskóla sveitarfélagins.

Starfshópur um gerð skólastefnu Dalvíkurbyggðar hefur fundað reglulega frá ársbyrjun 2014. Fundað hefur verið með rýnihópum nemenda, foreldra og starfsfólks en að auki var spurt um nokkur atriði tengd skólastefnu í rafrænum könnunum til foreldra og starfsfólks í vor. Skólastjórar hafa kynnt tillöguna sínum foreldra- og skólaráðum og komið athugasemdum frá þeim á framfæri til vinnuhópsins.

Fræðsluráð fagnar vinnunni og inntaki skólastefnunnar. Umræður voru um atriði eins og upplýsingatækni og er afgreiðslu frestað fram að næsta fundi ráðsins.

Fræðsluráð - 187. fundur - 25.11.2014

Ný sameiginleg skólastefna leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagins var lögð fyrir fundinn.

Fræðsluráð samþykkir stefnuna, þakkar starfshópnum góð störf og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Jafnframt óskar ráðið eftir því að hver skóli geri innleiðingaráætlun um skólastefnuna og leggi fyrir ráðið hið fyrsta.

Sveitarstjórn - 264. fundur - 16.12.2014

Á 187. fundi fræðsluráðs þann 25. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:
Ný sameiginleg skólastefna leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagins var lögð fyrir fundinn.

Fræðsluráð samþykkir stefnuna, þakkar starfshópnum góð störf og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Jafnframt óskar ráðið eftir því að hver skóli geri innleiðingaráætlun um skólastefnuna og leggi fyrir ráðið hið fyrsta.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind skólastefna.

Til máls tók:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:44 undir þessum lið.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu að skólastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir, Gunnþór tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn tekur undir þakkir fræðsluráðs til starfshópsins.

Gunnþór kom inn á fundinn að nýju kl. 16:45.

Fræðsluráð - 189. fundur - 11.02.2015

Sviðsstjóri og kennsluráðgjafi upplýstu um að á næstu dögum muni uppsett og útprentuð skólastefna líta dagsins ljós en hún verður send inn á öll heimili í sveitarfélaginu.
Áframhaldandi umræða varð um innleiðingu á stefnunni.

Fræðsluráð óskar eftir innleiðingaráætlun frá hverjum skóla og að þær verði sendar fræðsluskrifstofunni fyrir marslok 2015.

Gísli Bjarnason og Drífa Þórarinsdóttir véku af fundi.

Fræðsluráð - 191. fundur - 08.04.2015

Með fundarboði fylgdu drög að innleiðingaráætlunum Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Káta- og Krílakots vegna nýrrar skólastefnu. Innleiðingaráætlun Tónlistarskóla kemur síðar.



Fræðsluráð óskar eftir umsögnum um áætlanirnar frá starfshópi um gerð skólastefnunnar.

Fræðsluráð - 193. fundur - 03.06.2015

Með fundarboði fylgdu uppfærðar innleiðingaráætlanir Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Kríla- og Kátakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar í tengslum við innleiðingu nýrrar skólastefnu sveitarfélagsins. Þessar uppfærðu áætlanir eru unnar út frá punktum sem vinnuhópur um nýju skólastefnuna skilaði frá sér.

Rætt var um ýmsa þætti sem beint eða óbeint tengjast stefnunni eins og leiktæki á lóð Dalvíkurskóla og LAP verkefnið sem er þróunarverkefni varðandi fjölmenningarlegt skólastarf og Krílakot og Dalvíkurskóli eru í, íbúa- og nemendaþróun í sveitarfélaginu og fleira.



Fræðsluráð samþykkir innleiðingaráætlanirnar og stefnir á að athuga gang innleiðingarinnar í nóvember/desember nk. Skólastjóri Dalvíkurskóla óskaði eftir að leggja fram nýtt skjal á næsta fundi þar sem hann sagði að nýlegar ábendingar hefðu borist frá starfsmönnum skólans, sem rétt er að skoða nánar. Var það samþykkt. Skólastjóri Káta-og Krílakots mun fara yfir áætlunina á næstu dögum með starfsmönnum og uppfæra áætlun ef þörf er á.

Fræðsluráð - 194. fundur - 29.06.2015

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, lagði fram uppfærða innleiðingaráætlun Dalvíkurskóla vegna skólastefnu Dalvíkurbyggðar og greindi frá þeim breytingum sem á henni hafa verið gerðar.

Fræðsluráð - 200. fundur - 11.01.2016

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla gerðu grein fyrir stöðu innleiðingar Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í sínum skólum. Staðan í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar verður tekin á næsta fundi ráðsins. Með fundarboði fylgdu upplýsingar um gang innleiðingar hvers skóla.
Fræðsluráð þakkar skólunum fyrir gott starf, skólastjórunum fyrir upplýsingarnar og hvetur skólana til áframhaldandi innleiðingar.
Drífa, Gunnþór og Freyr fóru af fundi klukkan 9:30

Fræðsluráð - 201. fundur - 10.02.2016

Magnús G. Ólafsson kom til fundar klukkan 8:45
Magnús G. Ólafsson gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar og lýsir ánægju sinni með þróunina í starfi skólans.
Magnús fór af fundi klukkan 9:20