Fræðsluráð

181. fundur 14. maí 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Fundinn sátu Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Kríla- og Kátakots og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla undir málefnum leik- og grunnskóla og Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat fundinn undir málefnu

1.Skólabúðir 7. bekkjar

Málsnúmer 201405104Vakta málsnúmer

Skólastjóri Dalvíkurskóla, Björn Gunnlaugsson, fór yfir niðurstöður rafrænnar könnunar fyrir foreldra barna í 5. og 6. bekk sem er enn í gangi og fundar foreldra barna um skólabúðir fyrir 7. bekk í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Niðurstöður bendir til að meirihluti foreldra kjósi að börn sín fari í skólabúðir á Reyki í Hrútafirði.

2.Námsleyfi Friðriks Arnarsonar

Málsnúmer 201404026Vakta málsnúmer

Greint var frá námsleyfi sem deildastjóri eldra stigs Dalvíkurskóla Friðrik Arnarson fékk úthlutað frá Námsleyfasjóði fyrir skólaárið 2014-2015. Guðný Jóna Þorsteinsdóttir mun leysa hann af.

3.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Til upprifjunar var farið yfir viðmiðunarreglur um leyfisveitingar í Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð óskar eftir að sjá tölulegar upplýsingar um leyfistökur í Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014.

4.Hvatningaverðlaun heimilis og skóla

Málsnúmer 201405073Vakta málsnúmer

Greint var frá hvatningarverðlaunum foreldraverðlauna Heimilis og skóla sem foreldrar, starfsfólk Káta- og Krílakots ásamt fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar hlutu í síðustu viku. Fulltrúar frá fræðslusviði, Kríla- og Kátakoti og úr foreldrahópi tóku við verðlaununum.

Fræðsluráð óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju.

5.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi sagði frá vinnu við skólastefnu Dalvíkurbyggðar. Vinnan er nú á seinni stigum.

6.Skóladagatöl 2014-2015

Málsnúmer 201403159Vakta málsnúmer

Skóladagatöl fyrir skólaárið 2014-2015 voru lögð fyrir.

Dagatölin gera ráð fyrir sameiginlegum starfsdegi fyrir allt starfsfólk Dalvíkurbyggðar eftir hádegi 2. október 2014. Sá dagur er merktur inn á skóladagatöl allra skólanna.

Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir.

7.Launalaus leyfi kennara

Málsnúmer 201404056Vakta málsnúmer

Umræða var um veitingu launalausra leyfa og um jafnræði því tengdu. Þrír starfsmenn Dalvíkurskóla hafa óskað eftir launalausu leyfi næsta skólaár.

8.Gjaldskrá Tónlistarskóla frá hausti 2014

Málsnúmer 201404058Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að breyttri gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar greindi frá breytingum á gjaldskrá tónlistarskólans. Ekki er um að ræða almennar krónutöluhækkanir heldur breytingar á flokkum.

Fræðsluráð samþykkir breytingarnar.

9.Boðsundkeppni grunnskólanna - styrkbeiðni

Málsnúmer 201403152Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir beiðni frá Sundsambandi Íslands um styrkveitingu vegna boðsundkeppni milli grunnskóla.

Fræðsluráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni að þessu sinni.

10.Önnur mál fræðsluráð

Málsnúmer 201111010Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots upplýsti um að öllum börnum fæddum 2013 verið boðin leikskólavist frá hausti 2014 og tveimur börnum fæddum 2014.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs