Önnur mál fræðsluráð

Málsnúmer 201111010

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 159. fundur - 09.11.2011

&a) Bréf frá starfsfólki Krílakots þar sem óskað er eftir að færa til starfsdaga svo starfsmenn geti farið saman í námsferð erlendis í vor.

 

Fræðsluráð tekur vel í þessar hugmyndir og mun taka ákvörðun um þetta þegar nánari tilhögun ferðar liggur fyrir.

 

b) Systkinaafsláttur af skólamat í leikskólum.

 

Fyrirspurn barst um systkinaafslátt á milli systkina á Krílakoti og í Dalvíkurskóla.

 

Fræðsluráð upplýsir að ekki skuli veittur systkinaafsláttur af skólamat í leikskólum sveitarfélagsins.

Fræðsluráð - 160. fundur - 19.12.2011

a) Frístund

 

Tekin var fyrir tillaga þess efnis að lágmarkskaup á klukkustundum í Frístund verði lækkað úr 20 klst. á mánuði í 10. klst á mánuði.

 

Fræðsluráð samþykkir þessa tillögu og tekur hún gildi strax á nýju ári.

 

b) Fánastöng vegna Grænfána á Leikbæ

 

Gitta Unn Ármannsdóttir leikskólastjóri Leikbæjar greindi frá að leikskólinn hefði fengið samþykki Landverndar fyrir því að gerast grænfánaskóli. Grænfánanum verður flaggað í mars og fyrir þann tíma þarf að útvega fánastöng. Málið er nú í skoðun hjá umhverfis- og tæknisviði.

 

 

Fræðsluráð - 175. fundur - 11.09.2013

Gerð var grein fyrir skólaráðstefnu, samræðu skólstiganna sem haldin verður 4. október næstkomandi á Akureyri. Starfsfólk leik- og grunnskóla sveitarfélagsins ásamt fræðsluskrifstofu mun sækja ráðstefnuna en gert var ráð fyrir því á skóladagatali vetrarins 2013-2014.

Fræðsluráð - 181. fundur - 14.05.2014

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots upplýsti um að öllum börnum fæddum 2013 verið boðin leikskólavist frá hausti 2014 og tveimur börnum fæddum 2014.