Fræðsluráð

160. fundur 19. desember 2011 kl. 08:15 - 10:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá
Guðrún Rudolfsdóttir boðaði forföll og boðaði varamann sem jafnframt boðaði forföll.

1.Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason kynnti stöðuna á skólanámskránni. Hann upplýsti um að enn væri verið að fínpússa hana og að stefnt væri á að leggja hana fullunna fyrir fræðsluráð í janúar.

 

Afgreiðslu frestað.

2.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.

Málsnúmer 201112034Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsókn frá móður barns sem er með lögheimili í sveitarfélaginu þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið greiði fyrir grunnskólanám barnsins í öðru sveitarfélagi.

 

 

Fræðsluráð hafnar erindinu þar sem það uppfyllir ekki viðmiðunarreglur sveitarfélagsins og ekki hefur verið gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa á fjárhagsáætlun.

3.Trúnaðarmál fræðsluráð

Málsnúmer 201111085Vakta málsnúmer

 

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Skólastjóri í Árskógi

Málsnúmer 201111086Vakta málsnúmer

Á dögunum var auglýst eftir skólastjóra í nýjum leik- og grunnskóla í Árskógi og rann umsóknarfrestur út 12. desember sl.

 

Sviðsstjóri fór yfir ferlið sem unnið var í samvinnu við Capacent ráðningar. Þrjár umsóknir bárust en tveir aðilar drógu umsóknir sínar til baka.

 

Fræðsluráð leggur til að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði ráðinn skólastjóri. Gunnþór er grunnskólakennari sem er að ljúka mastersprófi og verður því kominn með leyfisbréf á skólastigin tvö þegar skólastarf hefst næsta haust. Reiknað er með að Gunnþór komi til starfa að hluta í febrúar nk.

5.Fjölmenningarstefna skóla

Málsnúmer 201112041Vakta málsnúmer

Upplýst var um vinnu við fjölmenningarstefnu skóla í Dalvíkurbyggð sem fram hefur farið síðustu mánuði. Hópar hafa unnið að stefnunni bæði í leikskólunum og grunnskólanum og farið ýtarlega í saumana á ýmsum þáttum skólastarfsins sem varða þjónustu við nemendur af erlendum uppruna og foreldra þeirra, vinnan er nú á lokastigi. Stefnan er að klára stefnuna snemma á nýju ári.

6.Skólanámskrá Leikbæjar

Málsnúmer 201111006Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi skólanámskrá Leikbæjar.

 

Fræðsluráð óskar leikskólanum til hamingju með námskrána og samþykkir hana með fyrirvara um smávægilegar breytingar.

7.Önnur mál fræðsluráð

Málsnúmer 201111010Vakta málsnúmer

a) Frístund

 

Tekin var fyrir tillaga þess efnis að lágmarkskaup á klukkustundum í Frístund verði lækkað úr 20 klst. á mánuði í 10. klst á mánuði.

 

Fræðsluráð samþykkir þessa tillögu og tekur hún gildi strax á nýju ári.

 

b) Fánastöng vegna Grænfána á Leikbæ

 

Gitta Unn Ármannsdóttir leikskólastjóri Leikbæjar greindi frá að leikskólinn hefði fengið samþykki Landverndar fyrir því að gerast grænfánaskóli. Grænfánanum verður flaggað í mars og fyrir þann tíma þarf að útvega fánastöng. Málið er nú í skoðun hjá umhverfis- og tæknisviði.

 

 

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi