Skólastjóri í Árskógi

Málsnúmer 201111086

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 160. fundur - 19.12.2011

Á dögunum var auglýst eftir skólastjóra í nýjum leik- og grunnskóla í Árskógi og rann umsóknarfrestur út 12. desember sl.

 

Sviðsstjóri fór yfir ferlið sem unnið var í samvinnu við Capacent ráðningar. Þrjár umsóknir bárust en tveir aðilar drógu umsóknir sínar til baka.

 

Fræðsluráð leggur til að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði ráðinn skólastjóri. Gunnþór er grunnskólakennari sem er að ljúka mastersprófi og verður því kominn með leyfisbréf á skólastigin tvö þegar skólastarf hefst næsta haust. Reiknað er með að Gunnþór komi til starfa að hluta í febrúar nk.