Fræðsluráð

200. fundur 11. janúar 2016 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Starfsmaður
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir fv. sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Steinunn Jóhannsdóttir, aðalmaður mætti ekki og boðaði ekki forföll. Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, boðaði forföll.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, var boðaður á fundinn undir liðum 1 og 2 en lét vita að hann kæmi kl. 8:30
Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots og Kátakots, og Freyr Antonsson, fulltrúi foreldra leikskólanna, sátu fundinn undir lið 2. Silvia Grettisdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskólanna, boðaði forföll.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsfólks grunnskóla, sátu fundinn undir lið 2, 3 og 4.

1.Skólastarf í Árskógi

Málsnúmer 201512115Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins.
Gunnþór kom inn á fundinn 8:25

Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.



Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins.



Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24.

2.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla gerðu grein fyrir stöðu innleiðingar Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í sínum skólum. Staðan í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar verður tekin á næsta fundi ráðsins. Með fundarboði fylgdu upplýsingar um gang innleiðingar hvers skóla.
Fræðsluráð þakkar skólunum fyrir gott starf, skólastjórunum fyrir upplýsingarnar og hvetur skólana til áframhaldandi innleiðingar.
Drífa, Gunnþór og Freyr fóru af fundi klukkan 9:30

3.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fundargerðir 12. og 13. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla.
Gísli Bjarnason skólastjóri fór yfir helstu verkefni hópsins en næsti fundur hópsins er í dag.



Fræðsluráð þakkar kærlega fyrir upplýsingarnar.

4.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í grunnskólum

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir fjölda leyfisveitinga í Dalvíkurskóla á þessu skólaári og hvernig hefur gengið að framfylgja gildandi reglum þar um.
Fræðsluráð óskar eftir nánari upplýsingar um leyfisveitingar haustsins og verður það tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:15

5.Önnur mál

Málsnúmer 201601016Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir fráfarandi sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar fór yfir það helsta sem er á döfinni og huga þarf að á næstu mánuðum varðandi fræðslumálin í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð þakkar Hildi Ösp fyrir upplýsingarnar og ítrekar þakkir sínar til hennar fyrir vel unnin störf í þágu fræðslumála í Dalvíkurbyggð á undanförnum árum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Lilja Björk Ólafsdóttir formaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Starfsmaður
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir fv. sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs