Fræðsluráð

177. fundur 13. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá
Heiða Hringsdóttir boðaði forföll, haft var samband við varamenn en þeir komumst ekki.

Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna og áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla mættu ekki á fundinn.
Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar sat

1.Skóladagatöl 2013-2014

Málsnúmer 201302096Vakta málsnúmer

Á 171. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:1a) Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar Með fundarboði fylgdu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014Fræðsluráð óskar eftir frekari upplýsingum og frestar því afgreiðslu.Á 173. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:a) Tónlistarskóli
Með fundaboði fylgdu drög að skóladagatali Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gögn frá Fjallabyggð um hvernig skóladagatali tónlistarskólans þar er háttað sem og upplýsingar frá Akureyrarbæ.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða skóladagatal Tónlistarskólans eins og það liggur fyrir en óskar eftir að á næsta fundi ráðsins verði allir viðburðir á vegum skólans sem greitt er fyrir tímasettir á skóladagatalinu og framvegis verði það gert við gerð þess. Fræðsluráð fer þess á leit við skólastjóra að við gerð næsta skóladagatals (2014-2015) verði ekki gert ráð fyrir að tvöföldum dögum.Á 176. fundi fræðsluráðs var eftirfarandi bókað:3b)Með fundarboði fylgdi skóladagatal Tónlistarskólans. Búið er að setja á dagatalið samstarf við Dalbæ en Kristjana Arngrímsdóttir heldur utan um það. Fræðsluráð ítrekar ósk sína um að tónfundir séu settir á skóladagatal og skipulagið verði lagt fram á næsta fundi ráðsins. Jafnframt voru nefnd önnur atriði varðandi skóladagatalið sem skólastjóri þarf að skoða.Skólastjóri fór yfir  þær breytingar sem hann hefur gert á skóladagatalinu frá því að það var síðast til umfjöllunar.

2.Niðurstöður samræmdra prófa

Málsnúmer 201311114Vakta málsnúmer

Björn Gunnlaugsson skólastjóri Dalvíkurskóla greindi frá niðurstöðum samræmdra prófa 2013.  Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla greindi frá  niðurstöðum samræmdra prófa 2013.  Til upplýsinga.

3.Spjaldtölvur í skólastarfi

Málsnúmer 201310140Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs greindi frá stöðu mála varðandi innkaup á spjaldtölvum í skólum sveitarfélagsins. Nú þegar hefur fyrsta bekkjarsettið verið tekið í notkun í Dalvíkurskóla, nokkrir kennarar í skólunum hafa þegar fengið spjöld og fleiri  spjaldtölvur fyrir hina skólana eru væntanlegar.Jafnframt hefur Dalvíkurbyggð stutt starfsfólks sem vill kaupa sér spjaldtölvur á þann hátt að kaupin verða dregin af launum yfir þriggja mánaða skeið. Er þetta gert með það að markmiði að stuðla að frekari þekkingu starfsmanna á spjaldtölvum.Verið er að vinna reglur fyrir nemendur sem fá spjald til afnota og verða þær kynntar á næsta fundi ráðsins.Margrét Magnúsdóttir umsjónarkennari 7. bekkjar upplýsti um hvernig spjaldtölvunotkunin fer af stað í hennar bekk. Til upplýsinga.  

4.Söguskjóður-styrkverkefni

Málsnúmer 201212031Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi á fræðslusviði greindi frá seinni hluta Söguskjóðu-verkefnisins en þeim hluta er nýlokið. Verkefnið heppnaðist vel og 20 foreldrar tóku þátt í vinnunni. Betri þátttaka foreldra var í verkefninu en í fyrra skiptið. Helga sagði jafnframt að fjármagn til verkefnisins væri nú uppurið og óvíst með framhaldið. Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar á þessu spennandi verkefni og vonast til að hægt verði að tryggja fjármögnun svo mögulegt verði að hafa það a.m.k. einu sinni á ári.

5.Viðbygging við Krílakot

Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi bréf frá skólastjóra Káta- og Krílakots. Fræðsluráð ræddi stöðu mála varðandi sameiningu Krílakots og Kátakots og nýbyggingu við Krílakot. Í drögum að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar, sem samþykkt var til seinni umræðu, kemur fram að viðbyggingunni yrði skipt á 2 ár, þ.e. 2016 og 2017. Það er því seinkun á verkinu miðað við það sem áður var gert ráð fyrir.
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots gerði grein fyrir bréfi sem hún sendi frá sér varðandi seinkun á framkvæmdinni. Bréfið hefur verið tekið fyrir í byggðaráði og var skólastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að fara betur ofan í málið. Drífa upplýsti að sá fundur hafi átt sér stað og tillaga hafi komið frá þeim þess efnis að undirbúningur hefjist 2014 og framkvæmdir verði 2015 og 2016, verklok verði því í byrjun ágúst 2016. Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að framkvæmd á viðbyggingu við Krílakot verði ekki seinkað um ár og að framkvæmdum verði lokið árið 2016.

6.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sagði frá fyrirhugaðri endurskoðun á skólastefnum sveitarfélagsins og sameiginlegri stefnu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Óskað var eftir fulltrúa fræðsluráðs í vinnuhópinn. Fræðsluráð tilnefnir Auði Helgadóttur, formann fræðsluráðs í starfshópinn.

7.Íbúaþing um fjölbreytileika mannlífs

Málsnúmer 201311113Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi á fræðslusviði greindi frá íbúaþinginu Allir í sama liði en það tengist fjölbreytileika mannlífsins í Dalvíkurbyggð og verður haldið seinnipartinn 21. nóvember næstkomandi í Bergi. Ráðsmenn voru hvattir til að mæta og verður skráning auglýst á næstu dögum.

8.Uppsögn skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201310059Vakta málsnúmer

Með rafpósti þann 13. október 2013 sagði Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar starfi sínu lausu. Samkvæmt kjarasamningi er uppsagnarfrestur 3 mánuðir og miðast uppsögn við mánaðamót.  Fræðsluráð þakkar Ármanni störf sín við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

9.Samstarf við Fjallabyggð

Málsnúmer 201311115Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsti um viðræður við Fjallabyggð sem verið hafa varðandi fyrirhugað samstarf sveitarfélaganna en í rafpósti til fræðsluráðs þann 25. október var jafnframt rætt mögulegt samstarf  varðandi stjórnun tónlistarskóla sveitarfélaganna.Með fundarboði voru drög að samningi á milli sveitarfélaganna sem og rökstuðningur fyrir mögulegum ávinningi samstarfsins.  Verði samningurinn samþykktur af báðum samningsaðilum mun Magnús G. Ólafsson verða skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.Fræðsluráð óskar eftir því að nýr skólastjóri taki til starfa sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi