Fræðsluráð

193. fundur 03. júní 2015 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Dóróþea Reimarsdóttir verðandi kennsluráðgjafi á fræðslu- og menningarsviði sátu fundinn undir öllum liðum, frá 8.15-11.45

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla sátu fundinn undir liðum 1-4, frá kl. 8.15-11.00

1.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu uppfærðar innleiðingaráætlanir Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Kríla- og Kátakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar í tengslum við innleiðingu nýrrar skólastefnu sveitarfélagsins. Þessar uppfærðu áætlanir eru unnar út frá punktum sem vinnuhópur um nýju skólastefnuna skilaði frá sér.

Rætt var um ýmsa þætti sem beint eða óbeint tengjast stefnunni eins og leiktæki á lóð Dalvíkurskóla og LAP verkefnið sem er þróunarverkefni varðandi fjölmenningarlegt skólastarf og Krílakot og Dalvíkurskóli eru í, íbúa- og nemendaþróun í sveitarfélaginu og fleira.



Fræðsluráð samþykkir innleiðingaráætlanirnar og stefnir á að athuga gang innleiðingarinnar í nóvember/desember nk. Skólastjóri Dalvíkurskóla óskaði eftir að leggja fram nýtt skjal á næsta fundi þar sem hann sagði að nýlegar ábendingar hefðu borist frá starfsmönnum skólans, sem rétt er að skoða nánar. Var það samþykkt. Skólastjóri Káta-og Krílakots mun fara yfir áætlunina á næstu dögum með starfsmönnum og uppfæra áætlun ef þörf er á.

2.Ytra mat á skólum 2015

Málsnúmer 201505155Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að skýrslu um ytra mat 2014-2015 sem fræðsluskrifstofan hefur tekið saman vegna Káta- og Krílakots, Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.



Nú í júní munu bætast vissir þættir við skýrsluna og verður hún því lögð aftur fram á næsta fundi ráðsins.



3.Sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir skóla 2015

Málsnúmer 201505149Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu sjálfsmatsskýrslur skólanna.



Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2014-2015.



Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2014-2015.



Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2014-2015.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2014-2015.





Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir skýrslunar.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer

Rætt var um starfs- og fjárhagsáætlun 2016 sem og þriggja ára áætlun og hvaða sérstöku verkefni til stendur að fara í á næsta ári.



Drífa Þórarinsdóttir, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Magnús G. Ólafsson véku af fundi.

5.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu fyrstu fimm fundargerðir starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla kynnti þá vinnu sem þegar hefur átt sér stað í tengslum við verkefnið.



Fræðsluráð þakkar upplýsingarnar og hvetur starfshópinn til dáða í vinnunni.

6.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í grunnskólum

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir upplýsingar í tengslum við leyfisveitingar í Dalvíkurskóla og hvernig hefði gengið að framfylgja þeim reglum sem settar hafa verið varðandi leyfi.



Fræðsluráð þakkar Gísla upplýsingarnar. Ráðið óskar eftir því að skólastjóri sendi sviðsstjóra reglulega upplýsingar um leyfisveitingar í Dalvíkurskóla á næsta skólaári.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi