Fræðsluráð

191. fundur 08. apríl 2015 kl. 08:15 - 09:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi
Dagskrá
Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Káta- og Krílakots, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla sátu undir fyrsta og öðrum lið, frá kl. 8.15-9.00. Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar boðaði forföll.
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Margrét Magnúsardóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla sátu fundinn undir 1.-4. lið frá kl. 8.15-9.20.

Felix Rafn Felixson kom ekki á fundinn, boðaði ekki forföll og kom varamaður því ekki í hans stað.

1.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að innleiðingaráætlunum Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Káta- og Krílakots vegna nýrrar skólastefnu. Innleiðingaráætlun Tónlistarskóla kemur síðar.



Fræðsluráð óskar eftir umsögnum um áætlanirnar frá starfshópi um gerð skólastefnunnar.

2.Skóladagatöl 2015-2016

Málsnúmer 201502080Vakta málsnúmer

Skóladagatöl fyrir skólaárið 2015-2016 fylgdu með fundarboði.



Dagatölin eru samræmd að mestu leyti og skipulagsdagar leik- og grunnskóla að mestu samræmdir. Sameiginlegur starfsdagur í stofnunum sveitarfélagsins verður e.h. 29. janúar 2016.



Á dagatali Kríla-/Kátakots og Árskógarskóla eru 2 skipulagsdagar settir á 4. og 6. maí 2016 (í kringum Uppstigningardag) en skólarnir loka báðir á hádegi 3. maí. Þetta er gert vegna þess að starfsfólk beggja skóla stefnir á að fara í námsferð á þessum tíma.



Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir.





Drífa Þórarinsdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson véku af fundinum klukkan 09:00.

3.Námsárangur

Málsnúmer 201503209Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi fræðsluráðs var ákveðið að setja á stofn starfshóp til að vinna að bættum námsárangri. Mesta áherslan verður fyrst um sinn á Dalvíkurskóla en aðrir skólar munu koma að verkefninu eftir því sem tilefni gefst til.



Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hefur átt sér stað frá síðasta fundi ráðsins. Fyrir hönd fræðsluskrifstofunnar verða Helga Björt Möller/Dóróþea Reimarsdóttir í hópnum en fulltrúar Dalvíkurskóla í hópnum hafa ekki verið tilnefndir. Aðilar frá öðrum skólum verða kallaðir að borðinu þegar og ef ástæða er til.



Fundargerðir hópsins verða svo kynntar í fræðsluráði þegar þær liggja fyrir.



4.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 201401112Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi uppfærð úrbótaáætlun vegna ytra mats sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið lét framkvæma á Dalvíkurskóla síðasta haust.



Fræðsluráð samþykkir úrbótaáætlunina eins og hún liggur fyrir og felur Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla að ganga frá skilum.





Gísli Bjarnason og Margrét Magnúsardóttir véku af fundinum kl: 09:20.

5.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynnningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi