Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 201401112

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 179. fundur - 05.02.2014

Kynnt var bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að Dalvíkurskóli hefði verið valinn til þess að fara í úttekt hjá ráðuneytinu en úttektin mun fara fram á haustdögum. Fulltrúar ráðuneytisins sem og héraðsmatsmaður taka út ákveðna þætti skólastarfsins svo sem stjórnun, nám og kennslu, innra mat ásamt einum þætti að vali sveitarfélagsins.

Fræðsluráð fagnar því að skólinn hafi komist að í úttekt og umræður fóru fram um ytra mat og hvaða þátt væri æskilegt að óska eftir að ráðuneytið tæki út umfram hina föstu þætti.

Fræðsluráð - 190. fundur - 18.03.2015

Farið var yfir skýrslu sem Námsmatsstofnun gerði fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið síðasta haust í framhaldi af úttekt á Dalvíkurskóla. Jafnframt var farið yfir úrbótaáætlun sem stjórnendur Dalvíkurskóla unnu í kjölfar skýrslunnar.
Fræðsluráð óskar skólanum og starfsfólki til hamingju með þá fjölmörgu þætti sem komu vel út í matinu.



Eftir samráð við skólastjóra leggur fræðsluráð til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur um bættan námsárangur skólans. Skólastjóri mun koma með tillögu um 2 fulltrúa þess vinnuhóps en kennsluráðgjafi verður fulltrúi fræðsluskrifstofu í vinnuhópnum.

Fræðsluráð - 191. fundur - 08.04.2015

Með fundarboði fylgdi uppfærð úrbótaáætlun vegna ytra mats sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið lét framkvæma á Dalvíkurskóla síðasta haust.



Fræðsluráð samþykkir úrbótaáætlunina eins og hún liggur fyrir og felur Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla að ganga frá skilum.





Gísli Bjarnason og Margrét Magnúsardóttir véku af fundinum kl: 09:20.

Fræðsluráð - 201. fundur - 10.02.2016

Guðríður Sveinsdóttir kom til fundar klukkan 9:25
Með fundarboði fylgdi svar skólastjóra Dalvíkurskóla, Gísla Bjarnasonar, við bréfi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 12. janúar 2016. Í bréfinu var óskað eftir upplýsingum um framkvæmd þeirra umbóta sem áætlaðar voru á árinu 2015 í framhaldi af úttekt ráðuneytisins sem gerð var í september 2014.
Lagt fram til kynningar.