Fræðsluráð

190. fundur 18. mars 2015 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla og Margrét Magnúsardóttir fulltrúi starfsfólks grunnskóla sátu fundinn undir liðum 2 og 3. Margrét vék af fundi 9:40 og Gísli 10:15.

1.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið voru boðaðir fulltrúar úr Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar til að kynna starfsemi ráðins.



Fulltrúar úr Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar mættu ekki á fundinn.

2.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 201401112Vakta málsnúmer

Farið var yfir skýrslu sem Námsmatsstofnun gerði fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið síðasta haust í framhaldi af úttekt á Dalvíkurskóla. Jafnframt var farið yfir úrbótaáætlun sem stjórnendur Dalvíkurskóla unnu í kjölfar skýrslunnar.
Fræðsluráð óskar skólanum og starfsfólki til hamingju með þá fjölmörgu þætti sem komu vel út í matinu.



Eftir samráð við skólastjóra leggur fræðsluráð til að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur um bættan námsárangur skólans. Skólastjóri mun koma með tillögu um 2 fulltrúa þess vinnuhóps en kennsluráðgjafi verður fulltrúi fræðsluskrifstofu í vinnuhópnum.

3.Formleg beiðni um styrk

Málsnúmer 201502074Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanna dagsett 11. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk til að mæta kostnaði við keppnina. Skólar sveitarfélagsins hafa ekki verið að taka þátt í keppninni en hún er áhugaverð og getur hvatt til sköpunar sem er lykilþáttur í skólastarfi.
Fræðsluráð leggur til að verkefnið verði styrkt um 45.000 kr. og vísar þeirri beiðni til byggðaráðs þar sem þetta er ekki inni í fjárhagsáætlun ráðsins.



Jafnframt leggur fræðsluráð til að grunnskólar sveitarfélagsins taki þátt í keppninni.

4.Frumvarp til laga um Menntamálastofnun.

Málsnúmer 201501143Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, dagsett 28. janúar 2015.



Í erindinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun.









Engar ábendingar.

5.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Farið var yfir leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar, frá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.



Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi