Byggðaráð

699. fundur 22. maí 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Jóhann Ólafsson,áheyrnarfulltrúi, boðaði forföll og varamaður hans Anna Guðný Karlsdóttir mætti á fundinn í hans stað.
Óskar Óskarsson boðaði forföll og varamaður hans Kristinn Ingi Valsson mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá nefndasviði Alþingis; 508. mál, til umsagnar frá Fjárlaganefnd um fjármálareglur hins opinbera.

Málsnúmer 201405108Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 13. maí 2014, þar sem fram kemur að fjárlaganefndir sendir til umsagnar frumvarp til laga um opinber fjármál, 508. mál á þingskjali 869. Umsagnarfrestur er til 23. maí n.k.

Lagt fram til kynningar.

2.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Ársreikningur 2013 og fundargerð.

Málsnúmer 201405134Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð 12. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélga sem haldinn var 12. maí 2014 ásamt ársreikningi samtakanna fyrir árið 2013.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Björgunarsveitinni Dalvík; Umsókn um styrk.

Málsnúmer 201404130Vakta málsnúmer

Á 698. fundi byggðarráðs þann 15. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Á 250. fundi umhverfisráðs þann 7. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Með rafpósti dags. 29.04.2014 óskar Haukur Gunnarsson fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Dalvík eftir styrk vegna námskeiðs.
Umhverfisráð þykir miður að geta ekki orðið við umbeðnum styrk þar sem ráðið hefur ekki heimild til að veita styrki, en vísar umsókninni áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðarráðs með von um jákvæðar undirtektir þaðan.
Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

Fram kom á fundi byggðarráðs að styrkur árið 2014 til Björgunarsveitarinnar er kr. 4.800.000 samkvæmt samningi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um þetta verkefni í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar almennt.
Frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

4.Frá sveitarstjóra; 80 ára afmæli Slysavarnardeildar kvenna á Dalvík.

Málsnúmer 201405160Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir að Slysavarnardeild kvenna á Dalvík, í samráði við byggðarráð, var afhent kr. 80.000 afmælisgjöf í tilefni af 80 ára afmæli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint; vísað á lið 21-50-4924.

5.Frá Dalbæ heimili aldraða; Viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík.

Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer

Á 679. fundi byggðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 18. október 2013 var samþykkt að gera ráð fyrir þátttöku Dalvíkurbyggðar sem nemur kr. 40.000.000 í viðhaldsframkvæmdir Dalbæjar. Tekið verði óverðtryggt lán á árinu 2014 til 10 ára vegna þessa og styrkur til Dalbæjar á móti afborgun færður sem styrkur á málaflokk 02 næstu 10 árin. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins er 54,7 m.kr.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá framkvæmdastjóra Dalbæjar, dagsett þann 16. maí 2014, þar sem fram kemur að fyrir liggur tilboð í þakviðgerðir á Dalbæ og innt er eftir stöðu mála hvað varðar aðkomu og fjármögnun Dalvíkurbyggðar á þessum framkvæmdum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.

6.Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar þann 31. maí 2014.

Málsnúmer 201405136Vakta málsnúmer


Á 258. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl 2014 var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.

Á fundinum var lögð fram kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar þann 31. maí 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða kjörskrá og felur sveitarstjóra að undirrita hana.

7.Frá Dalvíkurskóla; Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og heimild til kaupa á leiktæki á skólalóð Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201405137Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá starfandi skólastjóra Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 19. maí 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 að upphæð kr. 2.013.574 og heimild til kaupa á leiktæki á skólalóð Dalvíkurskóla. Um er að ræða nýtt tæki, klifurgrind, í stað eldra, svokallður belgur, sem þurfti að fjarlægja haustið 2013 vegna slysahættu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2015-2018 og felur jafnframt umhverfisstjóra að taka saman greinargerð um stöðu mála hvað varðar leikvelli og leiktæki almennt á ábyrgð sveitarfélagsins en nýlega fór fram aðalskoðun á leikvöllum og leiktækjum. Þannig væri hægt að skoða forgangsröðun á hvernig leiktæki á að kaupa og staðsetning þeirra.

8.Frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar;Afmæli tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201405133Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvikurbyggðar, dagsett þann 20. maí 2014, þar sem sótt er um styrkveitingu vegna 50 ára afmælishátíðar Tónlistarskóla Dalvikurbyggðar laugardaginn 8. nóvember í Menningarhúsinu Bergi. Áætlaður kostnaður er kr. 500.000. Við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2014 var ekki gert ráð fyrir þessu afmæli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að kanna hvort ekki sé hægt að finna svigrúm innan málaflokks fræðslu- og uppeldismála vegna ofangreinds erindis.

Byggarráði finnst verkefnið áhugavert.

9.Tímarammi vegna fjárhagsáætlunar 2015; tillaga.

Málsnúmer 201405143Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að tímaramma vegna vinnu við starfs-og fjárhagsáætlun 2015-2018.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tímarammann eins og hann liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.