Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, á fund byggðarráðs kl. 8:15.
Við yfirferð á stöðumati janúar - mars 2014 óskaði byggðarráð eftir greinargerð frá sviðsstjóra afhverju kostnaður vegna snjómoksturs er orðinn nú kr. 12.687.478 það sem af er ársins en heimild samkvæmt fjárhagsáætlun er kr. 14.454.000. Því er eftir kr. 1.766.522 í snjómokstur og hálkueyðingu alls það sem eftir lifir árs.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi greinargerð sviðsstjóra, dagsett þann 26. maí 2014. Fram kom meðal annars að hluti af skýringum eru nýir samingar um snjómokstur og hálkueyðingu við verktakana í sveitarfélaginu sem og að mokstur í Svarfaðardal og Skíðadal er 133% hærri á tímabilinu 2014 miðað við sama tímabil árið 2013.