Byggðaráð

702. fundur 03. júlí 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá stjórn Dalbæjar; Viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík.

Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer

Á 700. fundi byggðarráðs þann 5. júní 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu til að fallið verði frá því að Dalvíkurbyggð taki lán að upphæð 40 m.kr., þar sem veltufjárstaðan er hagstæð, en að Dalvíkurbyggð taki upphæðina af eigið fé sveitarfélagsins. Útbúið verði innra skuldabréf fyrir þeirri upphæð sem tilboð í þakviðgerðir Dalbæjar hljóðar upp á, eða um 32 m.kr., þannig að styrkurinn verði á sömu forsendum og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði frá samkomulagi við stjórn Dalbæjar samkvæmt ofangreindu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi við stjórn Dalbæjar um ofangreint þar sem gert er ráð fyrir eingreiðslu á styrk nú að upphæð 35,0 m.kr.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að forstöðumaður Dalbæjar hefur samþykkt drögin fyrir hönd Dalbæjar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. júlí 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samkomulagið eins og það liggur fyrir.

2.Flutningur á höfuðstöðvum Fiskistofu

Málsnúmer 201407030Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Byggðaráðið telur að slíkur flutningur sé mikilvæg sóknaraðgerð fyrir Akureyri og Eyjafjörð.
Byggðaráð bendir jafnframt á að hluti þeirra starfa sem verða hér fyrir norðan gætu sem best verið í Dalvíkurbyggð, sem er stór útgerðarstaður með sterka innviði. Byggðaráð óskar því eftir því að það verði skoðað um leið og flutningur starfanna verður undirbúinn og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda ályktun.

3.Sveitarstjórn - 260, frá 18.06.2014, til kynningar.

Málsnúmer 1406006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

4.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 14, frá 24.06.2014.

5.Umhverfisráð - 252, frá 25.06.2014.

6.Landbúnaðarráð - 90, frá 25.06.2014.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 58, frá 01.07.2014.

8.Frá húsfélagi Ráðhúss; Fundargerðir stjórnar húsfélags 2014; 1. fundur 2014 og aðalfundur þann 27.06.2014.Til afgreiðslu í byggðarráði liður 1.g).

Málsnúmer 201407001Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar Ráðhúss, 1. fundur 2014 og aðalfundur, frá 27. júní 2014.

1. liður g) Kosningar - tillögur
Lagt er til að Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs, verði aðalmaður í stjórn húsfélags Ráðhúss og Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, til vara.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

9.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar 2014, fundur þann 30.06.2014.

Málsnúmer 201402060Vakta málsnúmer

Lögð fram til umfjöllunar og kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 30. júní 2014, 7. fundur ársins.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá BHS, Aðalfundarboð 2014.

Málsnúmer 201406131Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aðalfundarboð frá stjórn BHS þar sem boðað er til aðalfundar BHS ehf. fimmtudaginn 3. júlí 2014 kl. 20:00 á kaffistofunni að Fossbrún 2 Árskógsströnd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ítreka vilja Dalvíkurbyggðar hvað varðar sölu á eignarhluta sínum í fyrirtækinu.

11.Ráðning sveitarstjóra, sbr. 47. gr. Samþykktar um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013 með síðari breytingum.

Málsnúmer 201406060Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið kl. 10:39.

Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var til umfjöllunar samningsdrög við sveitarstjóra og samþykkti byggðarrað samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og fól formani byggðarráðs að ganga frá samningi við sveitarstjóra og leggja fram á næsta fundi.

Á fundi byggðarráðs var lagður fram launa- og starfssamningur við sveitarstjóra.
Samningurinn er á sömu nótum og við fyrrverandi sveitarstjóra nema að fallið er frá rétt til biðlauna og ekki er þak á greiðslu fyrir notkun á farsíma en í stað þess er ekki greitt fyrir kostnað vegna fjarvinnslu heima.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.

Bjarni kom inn á fundinn að nýju kl.10:49.

12.Frá TS Shipping; fyrirspurn um atvinnulóð.

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Eins og fram hefur komið í fjölmiðli kom sænska fyrirtækið TS Shipping að máli við Dalvíkurbyggð í maí varðandi þann áhuga fyrirtæksins að setja á laggirnar iðnaðarfyrirtæki sem sér um niðurbrot skipa. Helstu kosturinn sem til skoðunar er er atvinnulóð á Hauganesi.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Viking Heliskiing; Samningur um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar milli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf.

Málsnúmer 201406085Vakta málsnúmer

Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viking Heliskiing ehf., bréf dagsett þann 16. júní 2014, þar sem kemur að félagið er þyrluskíðafyrirtæki sem hefur hug á að nýta allt landsvæði Tröllaskagans vegna starfsemi sinnar. Vísað er til samnings á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða.

Fram kemur að Viking Heliskiing telur að samningur um "einkarétt" líkt og hér um ræðir þjóni ekki lögmætum tilgangi og að engin lagastoð sé fyrir gerð slíks samnings. Það er jafnframt álit bréfritara að samingur sem þessi feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum. Viking Heliskiing fer þess á leið við sveitarfélagið Dalvíkurbyggð að félaginu verði heimilað að stunda þyrluskíðamennsku á afmörkuðu landsvæði sveitarfélagsins og gerð er sú krafa að sveitarfélagið ógildi eða breyti núverandi samningi sínum við Bergmenn ehf. Verði sveitarfélagið ekki við kröfum Viking Heliskiing um ofangreint og viðræður við fyrirsvarsmenn fyrirtækisins innan 30 daga frá dagsetningu þessa bréfs er félagið nauðbeygt til að láta reyna á lögmæti framangreinds samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita atbeina dómstóla.

a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi frá Viking Heliskiing ehf. til skoðunar hjá LEX lögmönnum.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Viking Heliskiing á milli funda og upplýsa Bergmenn ehf. um ofangreint erindi.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að svarbréfi sveitarfélagsins til Viking Heliskiing.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum sem hann átti með forsvarsmönnum Viking Heliskiing 2. júli s.l. Einnig kom fram að sveitarstjóri mun eiga fund með forsvarsmanni Bergmanna ehf. í dag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við þau drög sem liggja fyrir.

14.Fjárhagsáætlun 2015-2018; forsendur.

Málsnúmer 201406137Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi forsendum með fjárhagsáætlun 2014-2017.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti hvaða forsendur byggðarráð þarf sérstaklega að taka til umfjöllunar og afgreiðslu vegna fjárhagsáætlunar 2015-2018.
Lagt fram til kynningar.

15.Fjárhagsáætlun 2015-2018; Auglýsing. Tillaga.

Málsnúmer 201406136Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að auglýsingu vegna fjárhagsáætlunar 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum auglýsinguna eins og hún liggur fyrir og að auglýsingunni verði dreift í öll hús í Dalvíkurbyggð.

16.Frá Fljótdalshéraði; Dreifikerfi Landsnets - Orkuflutningar.

Málsnúmer 201406135Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur bæjarstjóra Fljótdalshéraðs, dagsettur þann 27. júní 2014, þar sem fram kemur eftirfarandi bókun bæjarráðs Fljótdalshéraðs frá fundi þann 27. júní s.l.:
201406070 - Fundargerð stjórnar SSA, nr.7, 2013-2014

Lögð fram til kynningar, fundargerð 7. fundar stjórnar SSA sem haldinn var 10. júní 2014.

Bæjarráð tekur undir bókun SSA varðandi mikilvægi þess að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum og atvinnulífi á svæðinu með fullnægjandi hætti. Bæjarráð telur æskilegt að sveitarfélög í norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á um úrbætur í þessum málum. Bæjarstjóra falið að kanna hug annarra sveitarfélaga til málsins.

Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig Dalvíkurbyggð telur æskilegt að standa að framgangi málsins.


Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að heyra í bæjarstjóra Fljótdalshéraðs varðandi ofangreint.

17.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár; Ársreikningur 2013 og rekstraráætlun 2014.

Málsnúmer 201406036Vakta málsnúmer

Mánudaginn 23. júní s.l. var haldinn aðalfundur Veiðifélags Svarfaðardalsár og sótti formaður umhverfisráðs fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi ársreikningur Veiðifélags Svarfaðardalsár fyrir árið 2013 ásamt rekstraráætlun fyrir árið 2014.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs