Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer
Á 700. fundi byggðarráðs þann 5. júní 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lögðu til að fallið verði frá því að Dalvíkurbyggð taki lán að upphæð 40 m.kr., þar sem veltufjárstaðan er hagstæð, en að Dalvíkurbyggð taki upphæðina af eigið fé sveitarfélagsins. Útbúið verði innra skuldabréf fyrir þeirri upphæð sem tilboð í þakviðgerðir Dalbæjar hljóðar upp á, eða um 32 m.kr., þannig að styrkurinn verði á sömu forsendum og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði frá samkomulagi við stjórn Dalbæjar samkvæmt ofangreindu.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi við stjórn Dalbæjar um ofangreint þar sem gert er ráð fyrir eingreiðslu á styrk nú að upphæð 35,0 m.kr.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að forstöðumaður Dalbæjar hefur samþykkt drögin fyrir hönd Dalbæjar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. júlí 2014.