Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs frá stjórn Ungmennafélags Svarfdæla; Kristján Ólafsson, formaður, Jón Arnar Helgason, Björn Friðþjófsson, og Katrín Sigurjónsdóttir, formaður barna- og unglingaráðs. Einnig mættu á fundinn Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Á 673. fundi byggðarráðs þann 12. september s.l. var til umræðu erindi frá stjórn UMFS til Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. september 2013, þar sem fram kemur að stjórn UMFS hefur samþykkt að hefja byggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði félagsins á Dalvík ásamt frjálsíþróttavelli. Óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar hvað varðar aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdarkostnaði sem er áætlaður um 330 m.kr. Ofangreint erindi var til umræðu og samþykkti byggðarráð að fulltrúar UMFS kæmu að nýju á fund ráðsins, í dag, þar sem ofangreint verður áfram til umræðu.
Kristján, Jón Arnar, Björn og Katrín viku af fundi kl. 09:14.
Árni vék af fundi kl. 09:14.