Byggðaráð

674. fundur 26. september 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs frá stjórn Ungmennafélags Svarfdæla; Kristján Ólafsson, formaður, Jón Arnar Helgason, Björn Friðþjófsson, og Katrín Sigurjónsdóttir, formaður barna- og unglingaráðs. Einnig mættu á fundinn Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 673. fundi byggðarráðs þann 12. september s.l. var til umræðu erindi frá stjórn UMFS til Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. september 2013, þar sem fram kemur að stjórn UMFS hefur samþykkt að hefja byggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði félagsins á Dalvík ásamt frjálsíþróttavelli. Óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar hvað varðar aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdarkostnaði sem er áætlaður um 330 m.kr. Ofangreint erindi var til umræðu og samþykkti byggðarráð að fulltrúar UMFS kæmu að nýju á fund ráðsins, í dag, þar sem ofangreint verður áfram til umræðu.

Kristján, Jón Arnar, Björn og Katrín viku af fundi kl. 09:14.
Árni vék af fundi kl. 09:14.
Niðurstaðan var að stjórn Ungmennafélags Svarfdæla fari yfir málin áfram og að fulltrúar stjórnar og byggðarráð muni hittast aftur eftir um 2 vikur.

2.Frá 39. fundi menningarráðs þann 13.09.2013; Fjárhagsáætlun 2014. Erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka.

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Á 39. fundi menningarráðs þann 13. september s.l. var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi frá Náttúsetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs.

Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir hvað liggur að baki ofangreindrar bókunar menningarráðs.

Hildur Ösp vék af fundi kl.09:46.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2014-2017.

3.Frá 82. fundi landbúnaðarráðs þann 28.8.2013; Kóngsstaðavegur-Stekkjarhús.

Málsnúmer 201308065Vakta málsnúmer

Á 82. fundi landbúnaðarráðs þann 28. ágúst 2013 var eftirfarandi bókað:
Umræða vegna endurbóta á veg og brú ( Kóngsstaðir-Stekkjarhús).
Landbúnaðarráð vísar ákvörðun um aðvörunarskilti vegna Kóngsstaða/Stekkjarhús vegar til bæjarráðs.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði byggðarráði grein fyrir hvað liggur að baki bókun landbúnaðarráðs.

Börkur Þór vék af fundi kl.10:47.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til að setja skilti í samræmi við umfjöllun landbúnarráðs.

4.Frá 249. fundi sveitarstjórnar; Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar; afsláttur til starfsmanna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

Frestað.

5.Frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð; Fjárhagsáætlun 2014; Ósk um gerð styrktarsamnings til þriggja ára.

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Frá Ungmennafélaginu Atla; Samkomuhúsið Höfði í Svarfaðardal; beiðni um aðkomu sveitarfélagsins að endurbótum.

Málsnúmer 201309084Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201309045Vakta málsnúmer

Frestað.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201309124Vakta málsnúmer

Frestað.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201309119Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013.

Málsnúmer 201309117Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, bréf dagsett þann 17. september 2013, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs miðvikudaginn 2. október n.k. á Hilton Hótel Nordica. Fundurinn hefst kl. 16:00.

Ráðuneytið væntir þess að framkvæmdastjóri sjái sér fært að sitja ársfundinn eða að senda annan fulltrúa frá sveitarfélaginu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs ef hún hefur tök á.

11.Lántaka 2013 skv. fjárhagsáætlun 2013.

Málsnúmer 201309051Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi umsókn, dagsett þann 18. september s.l., frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til Lánasjóðs sveitarfélaga um 80 m.kr. lán Eignasjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun 2013.

Í rafpósti frá Lánasjóði sveitarfélag, dagsettur þann 25. september 2013, kemur fram að stjórn LS samþykkti lánsbeiðni Dalvíkurbyggðar með fyrirvara um veð í tekjum sveitarfélagsins eins og venja er.

Óskað er upplýsinga um hvenær Dalvíkurbyggð hefur hug á að hefja lánið og hvaða lánstýpu.
Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum að lánið verði hafið sem fyrst og að tekið verði óverðtryggt lán, þ.e. týpa 4.

12.Frá stjórn Dalbæjar; Samningur um styrk vegna tómstundastarfs aldraðra.

Málsnúmer 201308070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá stjórn Dalbæjar, bréf dagsett þann 23. september 2013, þar sem fram kemur að stjórn Dalbæjar samþykkti á fundi sínum þann 16. september s.l. drög að samingi milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar um þátttöku Dalvíkurbyggðar í félags- og tómstundastarfi á Dalbæ.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ofangreind samningsdrög sem voru til kynningar á 671. fundi byggðarráðs. Samningurinn er til 3ja ára og samningsupphæðin er 3,5 m.kr. á ári og hækkar árlega skv. vísitölu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir með áorðnum breytingum og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

13.Frá stjórn Dalbæjar; Beiðni um endurskoðun á samningi um bókhalds- og launavinnslu milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201212017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 23. september 2013, þar fram kemur að stjórn Dalbæjar samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2013 drög að samningi um bókhalds- og launavinnslu fyrir Dalbæ.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ofangreind samningsdrög en þau voru kynnt á 671. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

14.Frá stjórn Dalbæjar; Viðhald utanhúss á Dalbæ heimili aldraðra Dalvík.

Málsnúmer 201212039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett þann 23. september 2013 þar sem fram kemur að stjórn Dalbæjar fjallaði um tillögur Arkitektastofunnar Form um aðferðir við utanhússviðhald á fundi sínum þann 16. september s.l. Stjórn Dalbæjar samþykkti að velja leið "A" í fyrrnefndum tillögum og er áætlaður kostnaður af þeirri framkvæmd miðað við verðlag í október 2012 57 - 62 m.kr.
Með vísan í fyrri bréfaskipti og fundi um ofangreint mál er þess óskað að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2014-2017 verði gert ráð fyrir framlagi Dalvíkurbyggðar til framkvæmdarinnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar við gerð um fjárhagsáætlun 2014-2017.

15.Frá atvinnuveganefnd Alþingis; 44. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis.

Málsnúmer 201309122Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis, dagsettur þann 23. september 2013, þar sem óskað er umsagnar, eigi síðar en 8. október n.k., um tillögu til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum, 44. mál.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs