Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka ses.; Fjárhagsáætlun 2014.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308045

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 672. fundur - 05.09.2013


Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett þann 21. ágúst 2013, þar sem fram kemur óskir um að mótuð verð framtíðarstefna um Friðland Svarfdæla og aðkomu Náttúruseturins að því og að gert verði ráð fyrir kostnaði þar að lútandi á næsta fjárhagsári.

Einnig er ítrekað:

-
Að gengið verði frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um Friðlandið.
-
Að unnið verði að því með öllum ráðum að fá landvarðarstöðu á Húsabakka.
-
Að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi með höndum forsjá Friðlandsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
-
Að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfisráðs, menningarráðs og umsjónarnefndar um Friðland Svarfdæla til skoðunar.

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

Tekið var fyrir erindi frá Náttúsetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs. Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins.

Byggðaráð - 674. fundur - 26.09.2013

Á 39. fundi menningarráðs þann 13. september s.l. var eftirfarandi bókað:
Tekið var fyrir erindi frá Náttúsetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs.

Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir hvað liggur að baki ofangreindrar bókunar menningarráðs.

Hildur Ösp vék af fundi kl.09:46.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Menningarráð - 40. fundur - 13.12.2013











Á 39. fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Tekið var fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs.
Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins"



Á 678. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir kr. 500.000 í styrk til Náttúruseturs en fram þarf að koma í samningi hvaða verkefni styrkveitingin fer í. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að menningarráð geri ráð fyrir þessum styrk í þeim potti sem ráðið hefur til úthlutunar styrkja úr menningarsjóði á fjárhagsáætlun 2014.



  



Menningarráð minnir á erindi Náttúrusetursins, dagsett 21. ágúst þar sem fram kemur óskað er eftir að gengið verði frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um Friðlandið.



-      Að unnið verði að því með öllum ráðum að fá landvarðarstöðu á Húsabakka.



-      Að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi með höndum forsjá Friðlandsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.



-      Að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið.



Menningarráð ítrekar ósk sína að byggðaráð taki heildstætt utan um þetta mál og gæti samráðs við menningaráð. Afgreiðsla byggðaráðs þar sem 500.000 kr. er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Formaður menningaráðs er ósáttur við afgreiðslu byggðaráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðaráðs til að fylgja umræðu fundarins eftir.

Byggðaráð - 686. fundur - 19.12.2013

Á 40. fundi menningarráðs þann 13. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 39. fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:

"Tekið var fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs.
Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins"

Á 678. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir kr. 500.000 í styrk til Náttúruseturs en fram þarf að koma í samningi hvaða verkefni styrkveitingin fer í. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að menningarráð geri ráð fyrir þessum styrk í þeim potti sem ráðið hefur til úthlutunar styrkja úr menningarsjóði á fjárhagsáætlun 2014.



Menningarráð minnir á erindi Náttúrusetursins, dagsett 21. ágúst þar sem fram kemur óskað er eftir að gengið verði frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um Friðlandið.

- Að unnið verði að því með öllum ráðum að fá landvarðarstöðu á Húsabakka.

- Að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi með höndum forsjá Friðlandsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

- Að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið.

Menningarráð ítrekar ósk sína að byggðaráð taki heildstætt utan um þetta mál og gæti samráðs við menningaráð. Afgreiðsla byggðaráðs þar sem 500.000 kr. er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Formaður menningaráðs er ósáttur við afgreiðslu byggðaráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðaráðs til að fylgja umræðu fundarins eftir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint verði til frekari umfjöllunar á fundi byggðarráðs á nýju ári og að formaður menningarráðs verði boðaður þá á fund byggðarráðs.

Byggðaráð - 688. fundur - 16.01.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Freyr Antonsson, formaður menningarráðs, kl. 8:15.

Á 40. fundi menningarráðs þann 13. desember s.l. ítrekaði menningarráð ósk sina um að byggðarráð taki heildstætt utan um mál er koma fram í erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett þann 21. ágúst 2013, og gæti samráðs við menningarráð. Afgreiðsla byggðarráðs þar sem kr. 500.000 er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Fram kemur í fundargerð menningarráðs að formaður ráðsins er ósáttur við afgreiðslu byggðarráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðarráðs til að fylgja umræðu fundarsins eftir.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um Friðland Svarfdæla og Náttúrusetrið á Húsabakka, dagsett þann 14. janúar 2014.

Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram:
"Að svo miklu leyti sem málefni náttúruseturs falla undir Dalvíkurbyggð virðast þau eiga betur heima undir umhverfisráði en menningarráði. Verkefni setursins eru umhverfismál af ýmsu tagi og hverfast fyrst og fremst um friðlandið. Ekki síst á það við ef samningur verður gerður við setrið um umsjón með friðlandinu. Áfram gæti svo náttúrusetrið leitað verkefnastyrkja til menningarráðs vegna sýningarinnar Friðland fuglanna."

Til umræðu ofangreint.

Freyr vék af fundi kl.8:34.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 500.000 verði ekki fyrirfram eyrnamerktar sýningunni á Náttúrusetrinu á Húsabakka. sbr. fjárhagsáætlun 2014, og afturkallar fyrri ákvörðun um ráðstöfun úr menningarsjóði.
Byggðarráð bendir Náttúrusetrinu á Húsabakka á þann möguleika að sækja um styrk í Menningarsjóð Dalvíkurbyggðar þegar auglýst verður eftir umsóknum.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að málefni Náttúrusetursins að Húsabakka flokkast sem umhverfismál, að sýningunni undanskilinni.

Umhverfisráð - 247. fundur - 04.02.2014

Innkomið erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka.
Þar sem málefni Náttúrusetursins á Húsabakka ses hafa verið flutt yfir til umhverfisráðs var ákveðið að kalla fulltrúa stjórnar Náttúrusetursins á Húsabakka ses og fulltrúa úr stjórn friðlandsins á næsta fund umhverfisráðs þar sem farið verður yfir innsent erindi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Til umræðu innkomið erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka. Á fundin mæta Hjörleifur Hjartarsson fyrir hönd seturins og Helga Björt Möller fyrir hönd friðlandsnefndar. Áætlað um 11:00
Erindi frestað til næsta fundar

Umhverfisráð - 249. fundur - 02.04.2014

Til umfjöllunar innkomið erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni fyrir hönd Nátturusetursins á Húsabakka.
Fulltrúi Náttúrusetursins komst ekki á fundinn og málinu því frestað til næsta fundar.