Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Freyr Antonsson, formaður menningarráðs, kl. 8:15.
Á 40. fundi menningarráðs þann 13. desember s.l. ítrekaði menningarráð ósk sina um að byggðarráð taki heildstætt utan um mál er koma fram í erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett þann 21. ágúst 2013, og gæti samráðs við menningarráð. Afgreiðsla byggðarráðs þar sem kr. 500.000 er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Fram kemur í fundargerð menningarráðs að formaður ráðsins er ósáttur við afgreiðslu byggðarráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðarráðs til að fylgja umræðu fundarsins eftir.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um Friðland Svarfdæla og Náttúrusetrið á Húsabakka, dagsett þann 14. janúar 2014.
Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram:
"Að svo miklu leyti sem málefni náttúruseturs falla undir Dalvíkurbyggð virðast þau eiga betur heima undir umhverfisráði en menningarráði. Verkefni setursins eru umhverfismál af ýmsu tagi og hverfast fyrst og fremst um friðlandið. Ekki síst á það við ef samningur verður gerður við setrið um umsjón með friðlandinu. Áfram gæti svo náttúrusetrið leitað verkefnastyrkja til menningarráðs vegna sýningarinnar Friðland fuglanna."
Til umræðu ofangreint.
Freyr vék af fundi kl.8:34.