Umhverfisráð

249. fundur 02. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag sumarhúsasvæðis í landi Hamars.

Málsnúmer 201402122Vakta málsnúmer

Til kynningar uppdráttur, greinargerð og hugleiðingar hönnuðar vegna deiliskipulags sumarhúsasvæðis að Hamri.
Umhverfisráð hefur farið yfir þau gögn sem liggja fyrir og gert töluverðar athugasemdir og endurbætur sem sendar verða hönnuði. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

2.Möguleg ný staðsetning golfvallar

Málsnúmer 201402063Vakta málsnúmer

Til kynningar greinagerð frá golfklúbbnum vegna hugmynda að flutningi golfvallarins í Fólkvanginn.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kanna hvort að kvaðir séu á fyrirhuguðu landsvæði undir golfvöll þar sem fyrir er skógrækt Sveins Ólafssonar.
Einnig hvort aðrir möguleikar á staðsetningu vallarins hafi verið kannaðir.

3.Óskað er eftir breyttri notkun á syðri hluta hlöðu mhl 11 í fjárhús að Hrafnsstaðarkoti.

Málsnúmer 201403080Vakta málsnúmer

Með umsókn dags. 10.03.2014 óskar Zophonías Jónmundsson kt.101051-2699 eftir breyttri notkun á syðri hluta mhl 11 hlöði í fjárhús að Hrafnsstaðarkoti.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

4.Frá Menningarráði;

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar innkomið erindi frá Hjörleifi Hjartarssyni fyrir hönd Nátturusetursins á Húsabakka.
Fulltrúi Náttúrusetursins komst ekki á fundinn og málinu því frestað til næsta fundar.

5.Svæðisskipulag 2012-2024

Málsnúmer 201310070Vakta málsnúmer

Til samþykktar starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og leggur til að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og formaður umhverfisráðs verði fulltrúar sveitarfélagsins í nefndinni.

6.Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi

Málsnúmer 201403208Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 26.03.2014 óskar Gunnar Sigurjónsson eftir endurnýjun á áður útgefnu byggingarleyfi vegna sumarhúss.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á áður útgefnu byggingarleyfi.

7.Hjarðarslóð 3e umsókn vegna breytinga á áður samþykktu sólskýli og palli

Málsnúmer 201403211Vakta málsnúmer

Innkomin umsókn dags 26.03.2014 frá Kristjáni E Hjartarssyni fyrir hönd eigenda Hjarðarslóðar 3e vegna breytinga á áður samþykktu sólskýli og palli.
Umhverfisráð veitir byggingar og framkvæmdarleyfi með fyrirvara um skriflegt samþykki eigenda aðliggjandi íbúða.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála við íbúðarhúsið að Hofsárkoti

Málsnúmer 201403209Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dags 26.03.2014 frá Kristjáni E Hjartarssyni kt. 100956-3309 fyrir hönd eiganda Hofsárkots vegna byggingar á sólskála við íbúðarhúsið mhl 01.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og veitir byggingarr og framkvæmdaleyfi, þó með fyrirvara um að sérteikningum verði skilað inn.

9.Umsókn um breytingar á fastanr. 226-1795 við Hafnarbraut 11 neðri hæð.

Málsnúmer 201403220Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 27.03.2014 óskar Guðmundur Sigurðsson fyrir hönd GBess ehf eftir leyfi til breytinga á neðri hæð Hafnarbrautar 11 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð veitir byggingar og framkvæmdarleyfi með fyrirvara um að allar sérteikningar verði lagðar inn.

10.Frá sveitarstjóra; drög að samningi við Náttúrusetrið á Húsabakka ses.

Málsnúmer 201404011Vakta málsnúmer

Til kynningar drög að samningi við Náttúrusetrið á Húsabakka ses.
Umhverfisráð hefur kynnt sér drögin og tekjur jákvætt í málið.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs