Umhverfisráð

247. fundur 04. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Innrétting á risi og bygging þakkvista

Málsnúmer 201310078Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eigenda Böggvisstaða sækir Kristján Eldjár Hjartarsson um byggingarleyfi fyrir breytingum samkvæmt meðfylgjaldi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsend gögn og veitir framkvæmda- og byggingarleyfi með fyrirvara um að sérteikningum og öðrum gögnum verði skilað inn.

2.Deiliskipulag, Klængshóll í Skíðadal, Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201401129Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Klængshól í Skíðadal, Dalvíkurbyggð, dags. 14.10.2013, var auglýst 07.12.2013. Athugasemdafrestur var til og með 17.01.2014. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að annast gildistöku hennar.

3.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll

Málsnúmer 201401128Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Klængshóll, dags. 14.10.2013, var auglýst 07.12.2013. Athugasemdafrestur var til og með 17.01.2014. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

4.Gullbringa, deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Tjarnar í Svarfaðardal

Málsnúmer 201401131Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Gullbringu, frístundabyggð í landi Tjarnar, dags. 12.12.2012, var auglýst 07.12.2014.2013. Athugasemdafrestur var til og með 17.01.2014. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að annast gildistöku hennar.

5.Breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar

Málsnúmer 201401130Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Gullbringa, frístundabyggð í landi Tjarnar, dags. 27.11.2013, var auglýst 07.12.2013. Athugasemdafrestur var til og með 17.01.2014. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

6.Sjálboðaliðastarf 2014

Málsnúmer 201402005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð vísar erindinu til umhverfisstjóra til frekari skoðunar.

7.Svæðisskipulag 2012-2024

Málsnúmer 201310070Vakta málsnúmer

Til kynningar undirirituð og staðfest gögn frá Skipulagsstofnun
Umhverfisráð hefur kynnt sér skipulagið og leggur til að sviðsstjóri U og T verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar í svæðisskipulagsnefnd.

8.Breytingar á Hafnarbraut 11 fastanúmer 230-5328

Málsnúmer 201402010Vakta málsnúmer

Fyrir hönd GBess ehf kt. 660608-0440 óskar Guðmundur Sigurðsson eftir leyfi til að breyta eignarhlutanum samkvæmt innsendum gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsend gögn og veitir framkvæmda- og byggingarleyfi á fnr.230-5328 með fyrirvara um að sérteikningar verði lagðar inn.

9.Stærri-Árskógur breytingar á íbúðarhúsi mhl 02

Málsnúmer 201402013Vakta málsnúmer

Guðmundur Geir Jónsson kt. 150172-3069 óskar eftir leyfi til breytinga á íbúðarhúsinu að Stærri-Árskógi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innkomið erindi og veitir framkvæmda- og byggingarleyfi.

10.Ráðhús Dalvíkurbyggðar Reyndarteikningar

Málsnúmer 201402009Vakta málsnúmer

Til kynningar reyndarteikningar af ráðhúsi Dalvíkurbyggðar
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

11.Gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401083Vakta málsnúmer

Ný gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkurbyggðar til kynningar/staðfestingar.
Einnig kemur Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri á fundinn og kynnir brunavarnaáætlun Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir góða yfirferð á brunavarnaráætlun og gjaldskrá slökkviliðs Dalvíkurbyggðar. Ráðið samþykkir gjaldskrána samhljóða.

12.Gjaldskrá vegna sorphirðu; dýrahræ

Málsnúmer 201401119Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á gjaldskrá sorphirðu ( dýrahræ).
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskránni. Ráðið leggur til að á næstu tveimur árum verði stefnt að því að gjaldið standi undir 80% af kostnaði.

13.Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026

Málsnúmer 201401125Vakta málsnúmer

Til kynningar
Ráðið hefur kynnt sér innkomið erindi.

14.Ósk um breytingu á styrktarsamningi

Málsnúmer 201401122Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá björgunarsveit Dalvíkur dags 20. janúar 2014.
Umhverfisráð leggur til að umhverfisstjóri komi að undirbúningi og vinnu við áramótabrennu í samvinnu við Björgunarsveitina Dalvík þar til gildandi samningur rennur út.
Undir þessum lið vék Haukur Gunnarsson af fundi.

15.Umsókn um stofnun lóðar úr landi Efsta-Kots landnr. 151355

Málsnúmer 201401074Vakta málsnúmer

Þorsteinn Skaptason kt. 171244-4989 fyrir hönd landeigenda Efsta-Kots óskar eftir leyfi til að stofna lóð út úr jörðinni samkvæmt innsendu lóðarblaði.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðarinnar.

16.Endurskoðun á reglum fyrir snjómokstur

Málsnúmer 201401121Vakta málsnúmer

Til endurskoðunar reglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð óskar eftir tillögum að breytingum frá umhverfisstjóra á næsta fund ráðsins.

17.Bifreiðastöður við Grundargötu

Málsnúmer 201311161Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf sem sent verður á hlutaðeigandi aðila.
Umhverfisráð fagna að málið sé komið í farveg. Innsendar athugasemdir verða teknar fyrir þegar athugasemdafrestur er liðinn.

18.Leiðbeiningar til sveitastjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

Málsnúmer 201306007Vakta málsnúmer

Til kynningar leiðbeiningar um viðauka við fjárhagsáætlun, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Guðrún Pálína Jóhannsdóttir kynnir málið.
Umhverfisráð þakkar Guðrúnu Pálínu fyrir góða kynningu og leggur áherslu á að sviðsstjóri leggi fyrir ráðið stöðu starfs og fjárhagsáætlunar þegar stöðmat liggur fyrir.

19.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka.
Þar sem málefni Náttúrusetursins á Húsabakka ses hafa verið flutt yfir til umhverfisráðs var ákveðið að kalla fulltrúa stjórnar Náttúrusetursins á Húsabakka ses og fulltrúa úr stjórn friðlandsins á næsta fund umhverfisráðs þar sem farið verður yfir innsent erindi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Varaformaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs