Tillaga að deiliskipulagi fyrir Klængshól í Skíðadal, Dalvíkurbyggð, sem auglýst hefur verið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var samþykkt í sveitarstjórn þann 18. febrúar 2014. Tillagan hefur verið yfirfarin af Skipulagsstofnun. Athugasemdir koma fram í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2014 og brugðist hefur verið við þeim. Uppfærð tillaga er dags. 13. maí 2014. Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar frá auglýstri tillögu:
-Bætt hefur verið við greinargerð tilvísun í snjóflóðaskýrslu.
-Bætt hefur verið við greinargerð kafla um fráveitu og skólp.
-Tekin hefur verið út úr greinargerð umfjöllun um stöðvarhús í kafla um rennslisvirkjun.
-Bætt hefur verið við greinargerð í kafla um rennslisvirkjun að samráð verði haft við Minjastofnun Íslands við nánari útfærslu.
-Byggingarreitir baðhúss og fjárhúss hafa verið minnkaðir vegna minja á svæðinu.
-Á uppdrætti og í greinargerð er byggingarreitur sem áður var skilgreindur fyrir þyrluskýli nú skilgreindur fyrir skemmu.
-Á uppdrætti hafa lendingarsvæði þyrla, sem voru sýnd til skýringar, verið tekin út.
-Sýndur hluti aðalskipulags hefur verið uppfærður með áorðnum breytingum.
Breytingarnar gefa ekki tilefni til endurauglýsingar.