Umhverfisráð

251. fundur 04. júní 2014 kl. 16:15 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Guðmundur St. Jónsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Æfinga-aksturssvæði

Málsnúmer 201405109Vakta málsnúmer

Til umræðu hugmyndir að akstursæfingasvæði í Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu til málsins, en óskar eftir að fá bréfritara og umráðamenn þeirra á næsta fund ráðsins.

2.Framkvæmdaráætlun 2014

Málsnúmer 201405201Vakta málsnúmer

Til umræðu breytingar á framkvæmdaráætlun 2014
Breytingar gerðar á framkvæmdaráætlun samkvæmt umræðum á fundinum.

3.Sakka umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405204Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dag. 02. júní frá Kristjáni Hjartarssyni kt. 100956-3309 fyrir hönd eigenda Sökku landnr. 151969 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita framkvæmdar og byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.

4.Tjörn umsókn um framkvæmdar og byggingarleyfi

Málsnúmer 201406016Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dag. 02. júní frá Kristjáni Hjartarssyni kt. 100956-3309 fyrir hönd eigenda Tjarnar þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita framkvæmdar og byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201406022Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 03.júní 2014 óskar Ólafur Ólafsson kt. 240567-5559 fyrir hönd Bruggsmiðjunar eftir framkvæmdar og byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita framkvæmdar og byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.

6.Umsókn um byggingarleyfi að Bringu lóðarhluta C í landi Gullbringu.

Málsnúmer 201307005Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 20.06.2013 óskar Stefán Örn Stefánsson kt. 140147-4519 fyrir hönd eiganda Bringu Ólafar Eldjárn kt. 030747-2249 eftir framkvæmdar og byggingarleyfi fyrir sumarhús að Bringu í landi Gullbringu Svarfaðardal
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita framkvæmdar og byggingarleyfi.

7.Umsókn um byggingarleyfi að Ægisgötu 13, Árskógsströnd.

Málsnúmer 201405206Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dag. 02. júní frá Kristjáni Hjartarssyni kt. 100956-3309 fyrir hönd eigenda Ægisgötu 13, Árskógsströnd landnr. 152197 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita framkvæmdar og byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.

8.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201405205Vakta málsnúmer

Innkomið erindi dags. 29. maí frá Guðjóni Þórir Sigfússyni fyrir hönd eiganda Stærri-Árskóg landnr. 152178 þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og veitir framkvæmdar og byggingarleyfi.

9.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 201405185Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 26.maí 2014 óskar Helgi Ásgrímsson kt. 100444-2759 eftir stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir hjólhýsi að Skáldalæk ytri
Umhverfisráð veitir umbeðið leyfi til tólf mánaða, og vekur athygli á að séu önnur leyfisskild mannvirki á svæðinu þarf einnig að sækja um stöðuleyfi fyrir þau.

10.Ársreikningur HNE 2013

Málsnúmer 201405103Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Umhverfisráð hefur kynnt sér ársreikninginn og gerir ekki athugasemdir.

11.Styrkbeiðni og beiðni um sýningarhald

Málsnúmer 201405150Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 19/05.2014 óskar leikhópurinn Lotta eftir leyfi til sýningarhalds í Kirkjubrekkunni á Dalvík þann 9. ágúst.
Umhverfisráð veitir leyfi til sýningarhalds í kirkjubrekkunni að höfðu samráði við fiskidagsnefnd.
Umsókn um styrk er vísað til menningarráðs.

12.Styrkvegir í Dalvíkurbyggð 2014

Málsnúmer 201404090Vakta málsnúmer

Til kynningar þau verkefni sem sótt var um styrk í úr styrkvegasjóði.
Umhverfisráð hefur kynnt sér umsóknirnar og líst vel á þau verkefni sem sótt hefur verið um.
Ráðið vill benda á að sækja þarf um styrk vegna vinnu við deiliskipulag fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli á næsta ári.

13.Ósk um svör við hvers vegna reikningur fæst ekki greiddur

Málsnúmer 201404046Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Umhverfisráð hefur kynnt sér fyrirliggjandi gögn og getur ekki ályktað í málinu, en vill benda á að girðingar heyra undir landbúnaðarráð.

14.Fyrirhuguð breyting á 2000 tonna sjókvíaeldi Krossaness ehf., í Eyjafirði, úr þorski í lax, - beiðni um umsögn

Málsnúmer 201311236Vakta málsnúmer

Til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Umhverfisráð hefur kynnt sér ákvörðunina.

15.Fundargerðir HNE 2014

Málsnúmer 201403076Vakta málsnúmer

Til kynningar
Umhverfisráð hefur kynnt sér fundargerðirnar og gerir ekki athugasemdir.

16.Friðland Svarfdæla, aðgengi, upplýsingar, öryggi.

Málsnúmer 201404091Vakta málsnúmer

Til kynningar styrkur úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til aðgengis, upplýsinga og öryggismála í friðlandinu.
Umhverfisráð fagna styrknum.

17.Flóðahætta við Grund

Málsnúmer 201401019Vakta málsnúmer

Til kynningar styrkur sem fékkst frá ofanflóðasjóði til flóðavarna við Nikurtjörn.
Umhverfisráð fagna styrknum.
Verkið er þegar hafið, og er efni til verksins komið á staðinn.

18.Deiliskipulag, Klængshóll í Skíðadal, Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201401129Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Klængshól í Skíðadal, Dalvíkurbyggð, sem auglýst hefur verið skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, var samþykkt í sveitarstjórn þann 18. febrúar 2014. Tillagan hefur verið yfirfarin af Skipulagsstofnun. Athugasemdir koma fram í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 19. mars 2014 og brugðist hefur verið við þeim. Uppfærð tillaga er dags. 13. maí 2014. Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar frá auglýstri tillögu:
-Bætt hefur verið við greinargerð tilvísun í snjóflóðaskýrslu.
-Bætt hefur verið við greinargerð kafla um fráveitu og skólp.
-Tekin hefur verið út úr greinargerð umfjöllun um stöðvarhús í kafla um rennslisvirkjun.
-Bætt hefur verið við greinargerð í kafla um rennslisvirkjun að samráð verði haft við Minjastofnun Íslands við nánari útfærslu.
-Byggingarreitir baðhúss og fjárhúss hafa verið minnkaðir vegna minja á svæðinu.
-Á uppdrætti og í greinargerð er byggingarreitur sem áður var skilgreindur fyrir þyrluskýli nú skilgreindur fyrir skemmu.
-Á uppdrætti hafa lendingarsvæði þyrla, sem voru sýnd til skýringar, verið tekin út.
-Sýndur hluti aðalskipulags hefur verið uppfærður með áorðnum breytingum.
Breytingarnar gefa ekki tilefni til endurauglýsingar.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að breytt tillaga verði samþykkt og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs verði falið að annast gildistöku hennar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Björgvin Hjörleifsson Formaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Baldur Snorrason Aðalmaður
  • Ólafur Ingi Steinarsson Varamaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Guðmundur St. Jónsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs