Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 09:45. Gjaldskrá vegna sorphirðu; dýrahræ.

Málsnúmer 201401119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 689. fundur - 23.01.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 9:30.

Á fundi sveitarstjórnar þann 3. desember s.l. var samþykkt gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggðar. 4. gr. fjallar um úrvinnslugjalda vegna úrgangs frá búrekstri og dýraleifa.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir að forsendur hafa breyst þar sem í ljós hefur komið að dýrin eru fleiri en lagt var upp með þegar gjaldskráin var ákveðið.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:00.


Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að gjaldskráin miðist við að á árinu 2014 mæti gjaldið 60% af kostnaði við móttöku og förgun.

Umhverfisráð - 247. fundur - 04.02.2014

Tillaga að breytingu á gjaldskrá sorphirðu ( dýrahræ).
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskránni. Ráðið leggur til að á næstu tveimur árum verði stefnt að því að gjaldið standi undir 80% af kostnaði.