Byggðaráð

689. fundur 23. janúar 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:15.

Samkvæmt samþykktri starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2014 þá er á dagskrá að fara í vinnu um ímynd Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs varðandi þetta verkefni. Verkefnið er tvíþætt:
a) Hver er ímynd stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar, það er Dalvíkurbyggðar sem þjónustufyrirtækis og vinnustaðar ?
b) Hver er ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags ?

Í minnisblaðinu er jafnframt kynnt hugmynd að 2 vinnuhópum.

Til umræðu ofangreint.

Margrét vék af fundi kl. 08:59.
Byggðarráð felur upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu og koma með nánari útfærslur á verkefninu.

2.Frá innanríkisráðuneytinu; Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.

Málsnúmer 201401111Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 15. janúar 2014, þar sem sveitarfélög eru minnt á skil á viðaukum við fjárhagsáætlun 2013.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu; Gjaldskrárbreytingar hitaveitna, dreifiveitna og flutningsfyritækja raforku.

Málsnúmer 201401082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 13. janúar 2014, þar sem lagt er á það rík áhersla að hitaveitur, dreifiveitur og flutningsfyrirtæki raforku gæti ítrasta aðhalds og varkárni við gjaldskrárbreytingar. Vonast er til að með þessum hætti leggi orkufyrirtækin þannig sitt af mörkum til að tryggja verðlagsstöðugleika í landinu.
Byggðarráð telur rétt að árétta að gjaldskrá Hitaveitur Dalvikur fyrir árið 2014 er frá árinu 2013 þannig að búið er að bregðast við erindinu.

Lagt fram til kynningar.

4.Frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar; Beiðni um tilfærslu milli bókhaldslykla.

Málsnúmer 201401073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 15. janúar 2014, þar sem óskað er eftir heimild til að nota kr. 464.670 sem eftir standa af launaliðum fjárhagsáætlunar 2013 til að greiða upp í skuld vegna kaupa á klippubúnaði árið 2011. Fram kemur að rúm 2 ár eru liðin frá þessum kaupum og enn eru ógreiddar kr. 1.800.000. Andvirði búnaðarins átti að greiðast með styrkjum og framlögum fyrirtækja og félagasamtaka en minna hefur orðið um efndir af ýmsum ástæðum. Einnig var gert ráð fyrir aðkomu Mannvirkjastofnunar úr sérstökum sjóði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni slökkviliðsstjóra.

5.Kauptilboð í Klapparstíg 3.

Málsnúmer 201401081Vakta málsnúmer

Kynnt og lagt fram kauptilboð frá Agnari Ástmari Geirfinnssyni, kt. 300659-3069, dagsett þann 20. janúar 2014, í eign Dalvíkurbyggðar við Klapparstíg 3 á Hauganesi,fastanúmer 215-6674. Kauptilboðið er að upphæð kr. 12.100.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og söluna á eigninni.

6.Heimsókn og kynning frá Sparisjóði Norðurlands, kl. 9:00

Málsnúmer 201205081Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Jónas M. Pétursson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðurlands, kl. 09:10.
Jónas kynnti starfsemi Sparisjóðsins.

Jónas vék af fundi kl.09:30.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401046Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401118Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, kl. 09:45. Gjaldskrá vegna sorphirðu; dýrahræ.

Málsnúmer 201401119Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 9:30.

Á fundi sveitarstjórnar þann 3. desember s.l. var samþykkt gjaldskrá fyrir sorphirðu í Dalvíkurbyggðar. 4. gr. fjallar um úrvinnslugjalda vegna úrgangs frá búrekstri og dýraleifa.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir að forsendur hafa breyst þar sem í ljós hefur komið að dýrin eru fleiri en lagt var upp með þegar gjaldskráin var ákveðið.

Börkur Þór vék af fundi kl. 10:00.


Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að gjaldskráin miðist við að á árinu 2014 mæti gjaldið 60% af kostnaði við móttöku og förgun.

10.Heimsókn í Héraðsskjalasafn Svarfdæla og Bókasafn Dalvíkurbyggðar.Laufey Eiríksdóttir tekur á móti byggðarráði kl. 10:00 í Héraðsskjalasafninu.

Málsnúmer 201304050Vakta málsnúmer

Óskar Óskarsson vék af fundi kl. 10 til annarra starfa.

Eftir fund byggðarráðs fór byggðarráð ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Héraðsskjalasafn Svarfdæla og Bókasafn Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs