Byggðaráð

688. fundur 16. janúar 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá 40. fundi menningarráðs þann 13.12.2013; Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka ses.; Fjárhagsáætlun 2014.

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Freyr Antonsson, formaður menningarráðs, kl. 8:15.

Á 40. fundi menningarráðs þann 13. desember s.l. ítrekaði menningarráð ósk sina um að byggðarráð taki heildstætt utan um mál er koma fram í erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett þann 21. ágúst 2013, og gæti samráðs við menningarráð. Afgreiðsla byggðarráðs þar sem kr. 500.000 er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Fram kemur í fundargerð menningarráðs að formaður ráðsins er ósáttur við afgreiðslu byggðarráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðarráðs til að fylgja umræðu fundarsins eftir.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um Friðland Svarfdæla og Náttúrusetrið á Húsabakka, dagsett þann 14. janúar 2014.

Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram:
"Að svo miklu leyti sem málefni náttúruseturs falla undir Dalvíkurbyggð virðast þau eiga betur heima undir umhverfisráði en menningarráði. Verkefni setursins eru umhverfismál af ýmsu tagi og hverfast fyrst og fremst um friðlandið. Ekki síst á það við ef samningur verður gerður við setrið um umsjón með friðlandinu. Áfram gæti svo náttúrusetrið leitað verkefnastyrkja til menningarráðs vegna sýningarinnar Friðland fuglanna."

Til umræðu ofangreint.

Freyr vék af fundi kl.8:34.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 500.000 verði ekki fyrirfram eyrnamerktar sýningunni á Náttúrusetrinu á Húsabakka. sbr. fjárhagsáætlun 2014, og afturkallar fyrri ákvörðun um ráðstöfun úr menningarsjóði.
Byggðarráð bendir Náttúrusetrinu á Húsabakka á þann möguleika að sækja um styrk í Menningarsjóð Dalvíkurbyggðar þegar auglýst verður eftir umsóknum.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að málefni Náttúrusetursins að Húsabakka flokkast sem umhverfismál, að sýningunni undanskilinni.

2.Frá umsjónarmanni fasteigna; Erindi frá Emil Björnssyni vegna leigu í Árskógi og lagfæringar á húsnæðinu.

Málsnúmer 201401047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 8:46.

Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni og Laufeyju Eiríksdóttur, rafpóstur dagsettur þann 26. nóvember 2013, þar sem kemur að Emil og Laufey hafi tekið við húsinu í Árskógi lóð 1 í desember 2012 með því fororði að þau sæju um tiltekt og nauðsynlegar lagfæringar til að gera húsið íbúðarhæft. Jafnframt var það nefnt að þau fengju einhver konar ívilnun með leigu eða ígildi þess vegna vinnu við tiltekt og lagfæringar án þess að nánar væri gengið frá því máli. Hugleiðingar bréfritara snúast um það hvernig þetta mál verði gert upp.


Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir ofangreindu.

Ingvar vék af fundi kl. 09:06.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fella niður leigu í einn mánuð.

3.Verkfallslisti Dalvíkurbyggðar; endurskoðun fyrir 1. febrúar 2014.

Málsnúmer 201312048Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga að verkfallslista Dalvíkurbyggðar, auglýsing um skrá yfir störf hjá Dalvíkurbyggð sem eru undanþegin verkfallsheimild, skv. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna með síðari breytingum, er falla undir 5.-8. tölulið.

Listinn var sendur til viðkomandi stéttarfélaga til umsagnar og óskað var svara eigi síðar en 14. janúar s.l. Viðbrögð hafa borist frá öllum félögum nema einu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagðan lista.

4.Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru.

Málsnúmer 201310135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðrráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14.

Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðarráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu.

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.

5.Athugasemdir við reikninga frá Hitaveitu Dalvíkur vegna aflesturs og mælaskipta.

Málsnúmer 201401040Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar athugasemdir og óskir hluta af viðskiptavinum Hitaveitu Dalvíkur um skýringar vegna hækkunar á hitaveitureikningum vegna mælaskipta.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi prófunarskýrsla á 2 eldri vatnsmælum sem voru í notkun þar sem hækkanir urðu á við aflestur og mælaskipti. Í ljós að koma að þessir mælar mæla minna en þeir hefðu átt að gera.

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu.

Samantekið er ástæður fyrir hækkun, í þeim tilfellum þar sem um það er að ræða, á reikningum vegna aflestur eftirtaldar:
1. Eldri mælar mæla minni notkun en raun.
2. Breytingar, s.s. bætt við hita í plani, heitur pottur.
3. Ekki hafi verið lesið af í meira en ár.
4. Meiri kuldi en fyrra ár og því meiri notkun.

Þorsteinn vék af fundi kl.10:15.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefnt verði að íbúafundi í febrúar varðandi kynningu á nýju mælunum.

6.Frá slökkviliðsstjóra; Varðar leigu á gangi á 2. hæð.

Málsnúmer 201211009Vakta málsnúmer

Á 686. fundi byggðarráðs var til umfjöllunar og afgreiðslu leiga á gangi á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur. 3 umsóknir bárust sem voru allir áður leigjendur hjá Einingu-Iðju og samþykkti byggðarráð áframhaldi leigu í samræmi við umsóknir.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi rafpóstur frá slökkviliðsstjóra, dagsettur þann 14. janúar 2014, þar slökkvilisstjóri vísar í skoðun sína hjá gullsmiði er hefur haft starfsemi í Ráðhúsinu og fram kemur að starfssemi gullsmiðs eigi ekki heima í Ráðhúsi Dalvíkur vegna notkunar á gasi, súrefni og eldi. Með vísan í gildandi byggingareglugerð þá þyrfti að gera verulegar breytingar á húsnæðinu ef vel ætti að vera.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum með vísan í bréf slökkviliðsstjóra að gullsmiður með starfsemi í Ráðhúsi Dalvíkur fjarlægi nú þegar þau tæki og efni sem eru talin hættuleg.

7.Félagslegar íbúðir; sala íbúða.

Málsnúmer 201401068Vakta málsnúmer

Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 10:29.

Frestað.

8.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014. Vinnuhópar.a) Ímynd Dalvíkurbyggðar sem sveitarfélag og þjónustufyrirtækis.b) Ímynd Dalvíkurbyggðar sem samfélags.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Frestað.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401069Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs