Frá umsjónarmanni fasteigna; Erindi frá Emil Björnssyni vegna leigu í Árskógi og lagfæringar á húsnæðinu.

Málsnúmer 201401047

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 688. fundur - 16.01.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 8:46.

Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni og Laufeyju Eiríksdóttur, rafpóstur dagsettur þann 26. nóvember 2013, þar sem kemur að Emil og Laufey hafi tekið við húsinu í Árskógi lóð 1 í desember 2012 með því fororði að þau sæju um tiltekt og nauðsynlegar lagfæringar til að gera húsið íbúðarhæft. Jafnframt var það nefnt að þau fengju einhver konar ívilnun með leigu eða ígildi þess vegna vinnu við tiltekt og lagfæringar án þess að nánar væri gengið frá því máli. Hugleiðingar bréfritara snúast um það hvernig þetta mál verði gert upp.


Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir ofangreindu.

Ingvar vék af fundi kl. 09:06.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fella niður leigu í einn mánuð.