Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Á 683. fundi byggðarráðs þann 28. nóvember 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir minnisblað frá ofangreindum er varðar tillögu að leiguverði á fermetra vegna útleigu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur á 2. hæð en húsnæðið, sem var í eigu Einingar- Iðju og verður afhent um áramótin, hefur verið auglýst til leigu frá áramótum.
Lagt er til að leiguverð verði kr. 1.400 á hvern fermetra. Innifalið í því verði hiti,rafmagn, ræsting, tryggingar og húsfélag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa þar sem gert er grein fyrir þeim umsóknum bárust um leigu á gangi á 2. hæð en umsóknarfrestur rann út þann 13. desember s.l. samkvæmt auglýsingu þar um.
Alls bárust 3 umsóknir:
1. Hildur Magnúsdóttir, snyrtistofa, dags. 28.11.2013. Sækir um endaskrifstofuna sem Eining-Iðja var í, til vara að halda því rými sem hún er núna í.
2. Jóna Sigurðardóttir, hárgreiðslustofan Merlín, dags. 03.12.2013. Sækir um sama rými og hún er núna í.
3. Valdemar Viðarsson, gullsmiður, dags. 06.12.2013. Sækir um að fá stærra rými.
Margrét vék af fundi kl. 08:26.