Byggðaráð

686. fundur 19. desember 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Leiga á gangi á 2.hæð.

Málsnúmer 201211009Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Á 683. fundi byggðarráðs þann 28. nóvember 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir minnisblað frá ofangreindum er varðar tillögu að leiguverði á fermetra vegna útleigu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur á 2. hæð en húsnæðið, sem var í eigu Einingar- Iðju og verður afhent um áramótin, hefur verið auglýst til leigu frá áramótum.

Lagt er til að leiguverð verði kr. 1.400 á hvern fermetra. Innifalið í því verði hiti,rafmagn, ræsting, tryggingar og húsfélag.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa þar sem gert er grein fyrir þeim umsóknum bárust um leigu á gangi á 2. hæð en umsóknarfrestur rann út þann 13. desember s.l. samkvæmt auglýsingu þar um.

Alls bárust 3 umsóknir:
1. Hildur Magnúsdóttir, snyrtistofa, dags. 28.11.2013. Sækir um endaskrifstofuna sem Eining-Iðja var í, til vara að halda því rými sem hún er núna í.
2. Jóna Sigurðardóttir, hárgreiðslustofan Merlín, dags. 03.12.2013. Sækir um sama rými og hún er núna í.
3. Valdemar Viðarsson, gullsmiður, dags. 06.12.2013. Sækir um að fá stærra rými.

Margrét vék af fundi kl. 08:26.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við óskum umsækjanda um áframhaldandi leigu þannig að:Hildur Magnúsdóttir fái umbeðið rými, Jóna Sigurðardóttir verði i sama rými eins og óskað var og Valdemar Viðarssyni verði boðið stærra rými til leigu. 

2.Frá Flokkun Eyjafjörður ehf.; Aðalfundaboð Flokkunar og Moltu.

Málsnúmer 201312073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Flokkun Eyjafjörður ehf., dagsett þann 13. desember 2013 og móttekið þann 16. desember 2013, þar sem boðað er til aðalfundar í Flokkun Eyjafjörður ehf., mánudaginn 30. desember n.k. kl. 14:00.

Með fundarboðinu fylgja gögn er varðar aðalfundinn.

Fram kemur einnig, í rafpósti þann 13. desember s.l., að aðalfundur Moltu verður haldinn kl. 12:00 þann 30. desember n.k. á Hótel KEA og óskað er eftir að þau sveitarfélög sem ekki eiga beina aðild að Moltu endilega að senda áheyrnarfulltrúa svo fulltrúar frá öllum sveitarfélögum verði viðstaddir þann fund einnig.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundina og fara með umboð Dalvíkurbyggðar á fundunum.

3.Sala á hlutabréfum í Tækifæri hf.

Málsnúmer 201312024Vakta málsnúmer

Á 685. fundi byggðarráðs þann 12. desember s.l. var til umfjöllunar eftirfarandi:

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 3. desember 2013, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta fjögurra hluthafa í hluthafahópi Tækifæris hf. og nemur greiðslufjárhæð fyrir eignarhlutina 49,5% af nafnviðri þeirra. Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn að hlutabréfum Íslandsbanka hf., Arion banka hf., LBI hf og Glitnis hf. í hlutfalli við hlutafjáreign í félaginu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsréttinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Tækifæri hf. um vilja byggðarráðs um sölu á eignarhlut sínum í Tækifæri hf.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi svar frá Tækifæri hf. varðandi fyrirspurn sveitarstjóra um möguleika Dalvíkurbyggðar á sölu á eignarhluta sínum í Tækifæri hf., sbr. rafpóstur dagsettur þann 17. desember 2013.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að bjóða KEA svf. eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Tækifæri hf. til kaups.

4.Frá Greiðri leið; Forkaupsréttur.

Málsnúmer 201312071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., bréf dagsett þann 13. desember 2013, þar sem fram kemur að á stjórnarfundi þann 13. desember 2013 ákvað stjórn Greiðrar leiðar ehf. að nýta sér heimildir til að hækka hlutafé félagsins um kr. 40.000.000 með áskrift nýrra hluta.

Samkvæmt samþykktum félagsins eiga hluthafar félagsins forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í eigin flokkum í samræmi við hlutafjáreign sína og til að taka af allan vafa er því skorað á hluthafa að beita þessum rétti eða falla frá honum.

Hlutafjáreign Dalvíkurbyggðar á nafnvirði er kr. 48.834 eða 0,03% og forkaupsréttur í krónum er kr. 11.216.

Tilkynningu um nýtingu forgangsréttar til áskriftar skal send fyrir 30. desember 2013.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna forkaupsrétti.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201312074Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Frá 40. fundi menningarráðs þann 13.12.2013; varðar Náttúrusetrið á Húsabakka.

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Á 40. fundi menningarráðs þann 13. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Á 39. fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:

"Tekið var fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs.
Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins"

Á 678. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir kr. 500.000 í styrk til Náttúruseturs en fram þarf að koma í samningi hvaða verkefni styrkveitingin fer í. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að menningarráð geri ráð fyrir þessum styrk í þeim potti sem ráðið hefur til úthlutunar styrkja úr menningarsjóði á fjárhagsáætlun 2014.



Menningarráð minnir á erindi Náttúrusetursins, dagsett 21. ágúst þar sem fram kemur óskað er eftir að gengið verði frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um Friðlandið.

- Að unnið verði að því með öllum ráðum að fá landvarðarstöðu á Húsabakka.

- Að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi með höndum forsjá Friðlandsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

- Að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið.

Menningarráð ítrekar ósk sína að byggðaráð taki heildstætt utan um þetta mál og gæti samráðs við menningaráð. Afgreiðsla byggðaráðs þar sem 500.000 kr. er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Formaður menningaráðs er ósáttur við afgreiðslu byggðaráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðaráðs til að fylgja umræðu fundarins eftir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint verði til frekari umfjöllunar á fundi byggðarráðs á nýju ári og að formaður menningarráðs verði boðaður þá á fund byggðarráðs.

7.Frá Símennuntarmiðstöð Eyjafjarðar; Samningur 2014 - 2016.

Málsnúmer 201312075Vakta málsnúmer

Formaður byggðarráðs kom að nýja á fundinn undir þessum lið kl. 09:21 og tók við fundarstjórn.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi um námsver á Dalvík á milli SÍMEY og Dalvíkurbyggðar. Um er að ræða samning sem tekur gildi við undirskrift (18.12.2013) og til ársloka 2016 en er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.

Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Ingi Valsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.