Menningarráð

40. fundur 13. desember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Ósk um rekstrarsamning við Menningar- og listasmiðjuna á Húsabakka

Málsnúmer 201307020Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Ingibjörg Kristinsdóttir og Guðrún Rósa Lárusdóttir. Farið var yfir starfsemi og rekstur Menningar- og listasmiðjunnar á Húsabakka. Félagar eru um 20-30. Óskað er eftir rekstrarsamningi vegna húsaleigu og hitaveitukostnaðar.  Nokkur umræða var um hvaða verkefni félagið getur tekið að sér eða séð um. Sviðsstjóra var falið að vinna drög að rekstrarsamningi til þriggja ára í samræmi við umræður á fundinum og stefnt er að því að leggja drögin fram á næsta fundi.

2.Um breytingu á innheimtu

Málsnúmer 201212044Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir, safnstjóri Bóka- og héraðsskjalasafns. Farið var yfir gjaldskrá bókasafnsins sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar en þar er m.a. gert ráð fyrir að hætt verði gjaldtöku vegna útgáfu skírteina fyrir íbúa sveitarfélagsins. Hins vegar verður talsverð hækkun á gjaldtöku vegna vanskila á safnkosti. Ný gjaldskrá mun taka gildi 1. janúar 2014.

3.Listaverkasafn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201309048Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir, safnstjóri Bóka- og héraðsskjalasafns. Með fundarboði fylgdi tillaga að söfnunarstefnu og útlánastefnu fyrir listaverkasafn sveitarfélagsins.  Gerðar voru minniháttar breytingar á henni. Menningarráð samþykkir stefnuna eins og hún liggur fyrir og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2014; Beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á fasteignagjöldum.

Málsnúmer 201308067Vakta málsnúmer

Hlín Torfadóttir lýsti sig vanhæfa við afgreiðslu þessa liðs. Á 39. fundi menningarráðs var beiðni frá Dalvíkurkirkju tekin fyrir en afgreiðslu var frestað þar sem vilji var til að skoða ársreikning og gjaldskrá safnaðarheimilisins. Með fundarboði fylgdi ársreikningur 2012 en ekki liggur fyrir gjaldskrá. Menningarráð samþykkir styrk að upphæð 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9121.

5.Frá Náttúrusetrinu á Húsabakka ses.; Fjárhagsáætlun 2014.

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer











Á 39. fundi menningarráðs var eftirfarandi bókað:



"Tekið var fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs.
Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins"



Á 678. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gera ráð fyrir kr. 500.000 í styrk til Náttúruseturs en fram þarf að koma í samningi hvaða verkefni styrkveitingin fer í. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að menningarráð geri ráð fyrir þessum styrk í þeim potti sem ráðið hefur til úthlutunar styrkja úr menningarsjóði á fjárhagsáætlun 2014.



  



Menningarráð minnir á erindi Náttúrusetursins, dagsett 21. ágúst þar sem fram kemur óskað er eftir að gengið verði frá samstarfssamningi við Umhverfisstofnun um Friðlandið.



-      Að unnið verði að því með öllum ráðum að fá landvarðarstöðu á Húsabakka.



-      Að Náttúrusetrið á Húsabakka hafi með höndum forsjá Friðlandsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.



-      Að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið.



Menningarráð ítrekar ósk sína að byggðaráð taki heildstætt utan um þetta mál og gæti samráðs við menningaráð. Afgreiðsla byggðaráðs þar sem 500.000 kr. er ráðstafað af menningarsjóði, sem er verkefnasjóður en ekki rekstrarsjóður, er ekki í takt við upphaflegt erindi. Formaður menningaráðs er ósáttur við afgreiðslu byggðaráðs og óskar eftir að koma á næsta fund byggðaráðs til að fylgja umræðu fundarins eftir.

6.Jólasveinabúningar

Málsnúmer 201312051Vakta málsnúmer

Formaður menningarráðs hóf máls á að sumir jólasveinabúningar sem til eru í sveitarfélaginu séu úr sér gengnir. Jafnframt var umræða að skilgreina þurfi betur hver fóstrar búningana vegna ”jólasveinarnir á svölunum". Menningarráð samþykkir að greiða fyrir kaup á fjórum búningum og vísar því á lið 05-70-9141.

7.Stefna í menningarmálum sveitafélaga

Málsnúmer 201310095Vakta málsnúmer

Lagt fram.

8.Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer

Ákveðið var að halda sérstakan vinnufund í menningarráði um menningarstefnuna þann 14. janúar næstkomandi.  

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs